þriðjudagur, desember 14, 2004 

Leiðindablogg!!

Ohhh... það er svo leiðinlegt að vera ég í dag að það er varla hægt að segja frá því!!
Ég er sem sagt veik heima, með hor niður á herðar, með hausverk og beinverki og fleiri almenn leiðindi!!
Þannig að ég er búin að eyða sl. 2 sólahringum meira og minna uppi í rúminu mínu við að lesa misskemmtilegt lesefni, ráða krossgátu og sofa! En ég held nú samt að þetta sé að koma hjá mér og að ég geti farið í vinnuna á morgun. Ætti að geta lafað uppi svona allavega fram eftir degi... Það er frekar slæmt að missa daga úr vinnu núna þar sem þetta eru síðustu kennsludagar fyrir jól. Það eru litlu jóli á föstudag og þá er bara eftir kennarafundur á mánudaginn og hádegismatur í kjölfarið á honum... og svo er jólafrí!
Þannig að lífið er nú ekki alslæmt!!

-Já og svo er náttúrlega jólahlaðborð með öllum frábæru vinum mínum á laugardaginn!! Mikið hlakka ég til...

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com