miðvikudagur, febrúar 23, 2005 

Jibbí....

Ég elska saumaklúbba!
Þeir eru eingöngu til þess fallnir að borða, slúðra, spjalla og koma með mikilvægar tilkynningar!!
Ég kom með tilkynningu í þar síðasta saumaklúbbi... Jahh.. reyndar voru margar tilkynningar í honum. Ný vinna, nýtt hús, ólétta og ég veit ekki hvað og hvað... Í saumaklúbbnum í gær var svo bætt um betur og tilkynnt um aðra óléttu! Gaman gaman!! Þannig að á næsta ári verða 2 stúlkur í saumaklúbbnum heima í mömmuleik!!
Það sér það því hver maður að það er nauðsynlegt hverri konu að vera í saumaklúbb...

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com