föstudagur, apríl 01, 2005 

Raunir óléttu konunnar!!

Ja hérna hér! Þetta er nöldurpistill og honum ber að taka sem slíkum!
Það er greinilega ekki nóg að vera stór og sterk þegar maður er óléttur! Ég er ein af þeim sem hef bara gert það sem ég þarf að gera eða vil í lífinu. Hef unnið að vild og lyft því sem ég get án þess að þurfa að hafa áhyggjur af nokkrum einasta líkamshluta! Núna aftur á móti get ég ekki gert allt sem ég vil og er meira að segja svo illa stödd að þurfa að minnka við mig vinnu!!! Arrrgg... það er ekkert gaman! Ég fór til læknisins í gær og hún sagði mér ekki að það væri æskilegt heldur ÆTTI ég að minnka við mig vinnuna!!
Þannig að ég talaði við Þröst vin minn, rak læknisvottorðið framan í hann og óskaði honum til hamingju með það að nú væri ég búin að eyðileggja fyrir honum daginn!!
En við leystum þetta náttúrlega í sameiningu vinirnir... þannig að frá og með næstu viku verð ég að kenna 12 tímum minna heldur en hingað til! Það munar um minna!!
Þannig fæ ég meiri tíma til að æfa mig í prinsessuleiknum mínum! Fara saman með lappir upp í bíl, saman með lappir út úr sama bíl, snúa mér samfætis til hliðar og fleira skemmtilegt í þeim dúr! Skemmtilegt!!!!
Mér finnst ég eiga aaaagalega bágt þar sem ég hef ekki nokkra einustu þolinmæði gagnvart langvarandi sársauka!!! -Og já Begga.. ég veit ég veit!!
Jæja... þá hef ég lokið mínu kvarti og kveini í bili!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com