miðvikudagur, janúar 25, 2006 

Nýtt ár, afmæli og svo voðalega margt fleira!

Jæja, það er alltaf ákveðið hint þegar farið er að reka á eftir manni í kommentakerfinu! Enda kannski kominn tími til að sýna smá lífsmark...
Ég er sem sagt formlega orðin 32 ára! Ég var að spá í að verða ferlega spæld við alla nema Beggu þar sem ENGINN mundi eftir afmælinu mínu nema hún!! Uss... ekkert gaman! En... svo hugsaði ég með mér að það byði bara uppá fýlu og vesen þannig að ég ákvað að verða ekkert voðalega spæld! Samt vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að taka því þegar Ása Lára þrætti fyrir það að ég ætti afmæli! Ég var nokkuð viss á því að ég hefði rétt fyrir mér þegar ég sagði henni að ég ætti víst afmæli þar sem ég var að keyra JE til þeirra í tilefni árlegs þorrablóts hjá drengjunum.
Nú, þar sem JE var úti á jamminu með drengjunum (varð næstum að sparka honum út vegna samviskubits yfir að vera að fara út á afmælisdaginn minn) fór ég bara heim og eldaði þennan dýrindis kvöldverð fyrir mig, Hörð og Ingibjörgu kærustuna hans. Camilla fékk ekki neitt af honum heldur bara aftur graut með e-u mauki út í og var ekki alveg sátt við mömmu sína! En það lagaðist sko! Svo bara spjölluðum við systkini langt fram eftir... já og Ingibjörg líka sko!

Nýja árið hófst á óhóflegri sælgætis og gosneyslu! Ástæðan var fyrirhugað (og rándýrt) aðhald sem yours truely var búin að ákveða að skella sér í. Það hófst svo þegar vika var liðin af árinu og hefur -enn sem komið er- gengið bara bærilega. Rúmmál húsfreyjunnar á Völlunum hefur sem sagt heldur farið minnkandi og er það vel!

Nú, við erum komin á fullt með að skipuleggja húsið sem við ætlum að byggja, erum komin með teikningar og það hangir alltaf smá brunalykt í loftinu út af öllum planleggingunum og pælingunum sem fara fram hér! Þannig að það mætti halda að maður byggi í e-u reykhúsi... en svo er sem sagt ekki, það er bara verið að yfirkeyra heilana á okkur á valmöguleikum!

Skólinn er byrjaður aftur! Brynkan ætlar að vera vooooooðalega dugleg og taka 4 fög á þessari önn en ekki 3 eins og á þeirri síðustu. Ég vonast til að þetta gangi allt saman upp hjá mér. Hugsunin á bak við þetta allt saman er að létta mér róðurinn næsta vor þegar ég verð á kafi í ritgerðarvinnu. Hún á jú að vera litlar 100-120 blaðsíður!

Jæja, ætli ég láti þetta ekki nægja þar til næst...
Lifið heil og njótið Þorrans

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com