fimmtudagur, apríl 20, 2006 

Sumar

Hæ hó!
Sumar og vetur frusu saman! Það veit á gott sumar samkvæmt öllum þeim kerlingabókum sem til eru á Íslandi! Jibbíííí!!! Ég fanga þessu af öllu hjarta því íslenskar kerlingabókum skjátlast aldrei... eða allavega sjaldan! Og við skötuhjú þurfum á góðu sumri að halda varðandi húsbygginguna!

Nú, við skulum samt snúa okkur að því sem skiptir máli hér í dag! Familían hér á Völlunum ákvað að helga þennan fyrsta dag sumars sjóferðum! Við vöknuðum -samkvæmt venju- um klukkan 7 og vorum komin á fætur, búin að klæða okkur og borða morgunmat um klukkan 8 árdegis! Þannig að það var náttúrlega næst á listanum að koma sér út úr húsi og taka þátt í dagskránni sem Reykjavíkurborg bauð upp á í tilefni sumars! Við fórum í 30 mínútu siglingu um Kollafjörð. Litla Camilla var dúðaðasta manneskja á Íslandi í þennan hálftíma sem siglingin varði!! En henni var í öllu falli ekki kalt.
Síðan fórum við Jón Einar í sjóstangaveiði í þrjá tíma í kvöld (18:00-21:00). Það var virkilega gaman! Jón Einar fékk tvo fiska en ég -sem er ófisknasta manneskja á Íslandi- fékk engan! Það er nú bara samkvæmt venju þannig að ég er sátt við ferðina!
Þannig að það verður ekki annað sagt en að sumarið fari vel af stað hjá okkur.
Ég vona bara að það hafi farið eins vel af stað hjá ykkur hinum!

Gleðilegt sumar kæra fólk!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com