laugardagur, desember 16, 2006 

Próf, ritgerð og jólin!

Jæja, þá eru bæði prófin búin og þau gengu bara allt í lagi! Ég er í öllu falli bara nokkuð örugg um að vera réttu megin við fimmið! Þá er bara eftir að klára blessaða ritgerðina sem skiptir öllu máli í einum áfanganum sem ég er að ljúka! Það væri nú lítið mál ef ég hefði eitthvað efni í höndunum til að moða úr! Málið er bara að það hef ég ekki! En.. það hlýtur að reddast einhvern vegin! Ég vona það allavega!
Eigandi bloggsins hefur sem sagt lagt sæ-fæ dellunni í bili og hefur verið að einbeita sér að skólagöngunni sem lýkur sem sagt vonandi bráðum! Reyndar er ekki öllu lokið þó svo að öllum fögum sé lokið heldur bíður mín þá einungis 15 eininga meistararitgerð með tilheyrandi gagnaöflun, rannsókn, úrlausn og síðast en ekki síst skrifum! Sjáum til hvort tekst að ljúka því fyrir sumarið... sennilega ekki þar sem von er á nýjum fjölskyldumeðlim í byrjun mars! En... þá hefst það kannski bara fyrir haustið!! Það hefst allavega!!!!

En... núna ætla ég að fara í jólafrí sem er óskaplega vel þegið og vægast sagt langþráð!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com