miðvikudagur, desember 10, 2008 

Jólabakstur

Ohh... að baka fyrir jólin er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri! Mér þykir ilmurinn af smákökum svooooo góður!
Ekki spillti það fyrir að litlu skotturnar mínar voru að "hjálpa" mér... Hjálpin fólst aðallega í því að hlaupa um með svunturnar sem ég batt um mittið á þeim sem náðu þeim niður á tær! (Ég skal skella inn mynd hér fljótlega.)
Þessi jóla-smáköku-gleði mín fer yfirkleitt alltaf úr böndunum og er þetta árið engin undantekning. Ég ætlaði að baka 3-4 sortir en býst við því að ég endi með því að baka sex sortir! Þær eru sem sagt:
Toll house kökurnar hennar mömmu (bestu súkkulaðibitakökur í heimi -synd að það skulu vera hnetur í þeim líka.)
Spesíur (líkami Krists samkvæmt systur minni!!)
Draumar
Blúndur
Mömmukökur
Piparkökur
-Hér erum við að tala bæði um piparkökuhús "á la Bryndís" og líka "frjálsan stíl" sem verður útfærður af litlum puttum á laugardaginn!!

Jólaljósin eru líka komin upp í stofunni sem og aðventukransinn þannig að þetta er aaaaallt að koma!!

Jæja, læt þetta nægja í bili...

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com