« Home | Jæja... Þá er ég loksins orðin innvígður Ólafsfirð... » | Ó hvað ég er aktívur bloggari!! Þetta er einmitt á... » | Jæja, ég er að spá í að lýsa því hér með yfir að é... » | Þegar ég vaknaði í dag var afmælisdagurinn hennar ... » | Samskipti mannanna eru skemmtilegt viðfangsefni! H... » | Nú er ég búin að finna eitt út! Það kemur ekkert n... » | Sko mig! Ég mundi hvernig átti að fara aftur hinga... » | Jahá... Svo að það er þannig sem þetta virkar! Nú ... » 

mánudagur, mars 24, 2003 

Merkilegt hvað tónlistarsmekkur manns breytist með árunum. Þegar ég var að uppgötva tónlistarheiminn voru hljómsveitirnar Duran Duran og Wham upp á sitt besta. Svo kom U2 til sögunnar og manni fannst þeir alveg óskaplega púkalegir... Klassísk tónlist var bara til óþurftar og að maður tali nú ekki um svona "gamalt drasl" eins og blús og djass! Það var tónlist sem var að sjálfsögðu bara fyrir öldunga og skrýtið fólk!! Einhverjir gamlir kallar sem fóru hamförum á hinum og þessum brasslúðrinum í lögum sem ætluðu aldrei að taka enda!! Eða þá að fólk var svo niðurdregið að það var hreinlega ekki hægt að hlusta á það...
Sem betur fer þá hefur þetta nú breyst og í dag hef ég mjög gaman bæði af klassískri tónlist sem og blús og djassi. Ekki nóg með það heldur sér maður hlutina í sögulegu samhengi og gerir sér grein fyrir því að ef ekki hefði komið til blúsinn og djassinn þá væri tónlistarmenningin mun fátækari... Klassíkina þarf náttúrlega ekki að ræða.. ef hún hefði ekki komið til þá værum við ennþá að berja saman steinum til að fá hljóð!!!
En það er nú svo merkilegt að það er ein tegun tónlistar sem á mjög mikið sameiginlegt með þeirri klassísku þó svo að svona hversdags þá detti manni það nú ekki beint í hug!! Þungarokk er nefnlega mjög melodískt og á það sameiginlegt með klassískri tónlist að skipta um hraða og jafnvel takt inni í miðju lagi!! Það má eiginlega segja að þungarokk og klassíkin séu mjög nærri hvorri annarri... enda kemur þungarokk oft mjög vel út í uppfærslu symfóníuhljómsveita. Sem dæmi má nefna diskinn sem Metallica gerði ásamt symfóníuhljómsveit Lundúna... Önnur hljómsveit sem mér var bent á um helgina og spilar tónlist eftir Metallicu er hljómsveitin Apocalyptica. Það eru sem sagt 4 sellóleikarar sem spila instrumental útgáfur af lögunum þeirra.. Og það verður bara að segjast að það er þessi fína klassíska tónlist!!! Mæli með því að fólk kynni sér þessa hljómsveit, burtséð hvort fólk hafi gaman að Metallicu eða ekki!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com