Á ég að segja ykkur frá Júróvisjón-partýinu sem ég fór í...eða kannski meira hvernig það endaði??
Sko.. dagurinn byrjaði nú á því að við fórum í dagsferð. (Við erum, fyrir utan undirritaða; EMS, Marý, Netty, Lilja, Jóhannes og Lára Björt) Keyrðum á Þingvelli, Uxahryggina, Kaldadal, upp að Langjökli, niður í Húsafell, Skorradalinn, yfir Dragann og Hvalfjörðinn heim... Þetta var hin besta skemmtun enda mjög skemmtilegt fólk þarna á ferð. Þegar í bæinn kom var farþegum svissað á milli bíla og allir héldu heim í sturtu og klæddu sig í Júróvisjón-gallann. Auk þess var að sjálfsögðu sett upp andlit og í mínu tilfelli var hreinlega farið út í þær aðgerðir að greiða hárlufsurnar sem eru á hausnum á mér til að líta nú sem allra best út um kvöldið.
NÚ... Umrætt júróvisjón-partý var haldið heima hjá Lilju og Jóhannesi. Þar horfðum við á keppnina, dáðumst að því að Birgitta "okkar" Haukdal var að sjálfsögðu best... sko.. langbest og borðuðum indverskan mat "að hætti hússins". (Hér skal ekki tekið fram hvaða húss!!) Þessu var öllu skolað niður samviskusamlega með ##### veigum... Stefnan var svo sett niður á NASA þar sem Júró-gúróið sjálft ætlaði að taka lagið "London París Ro-óm"... EN...þegar umræðan var farin að snúast að verulega miklu leyti um NASA og það ferðalag sem var í vændum við það að koma sér þangað rifjaðist upp fyrir undirritaðri hugmynd sem var slegið upp fyrr um daginn!!! #Ljósapera# Jóhannes -partýhaldari- býr nefnilega svo vel að eiga bát..! Og þegar við skildumst fyrr um daginn þá benti hann á þá staðreynd að ef keppnin yrði leiðinleg... nú þá mætti bara skella sér í bátsferð í staðin!!! Og það verður nú að segjast að það kitlaði ævintýrataugarnar dálítið að vita af gúmmíbátnum uppblásnum úti í skúr!!! Þannig að um það leyti sem allir voru svona að koma sér í startholurnar til að fara á NASA rukkaði undirrituð partýhaldarann um bátsferðina!!! Og að sjálfsögðu var vel tekið í það að skella sér út á bát... ~ekki málið~... ..eehh... hefur e-n tíma verið eitthvað mál að drífa Jóhannes í eitthvað aksjón??? -Ég bara spyr sko.... Þannig að það var náð í bátinn, mótorinn, björgunarvestin og undirrituð skellti sér í hlífðarfatnaðinn!!! Nú, Elvar var að þvælast niðri við fjöruborðið þegar báturinn var sjósettur þannig að honum var að sjálfsögðu bara troðið í flotgalla og hent um borð í bátinn líka...
Svo var siglt af stað... Stefnan var sett á Reykjavíkurhöfn þar sem átti að ná í farþega úr öðru Júróvisjón-partýi... Það verður að segjast að ferðin gekk prýðilega! Við vorum að spekúlera að taka upp net sem við sáum á leiðinni en ákváðum svo að sleppa því þar sem meiningin var jú að allavega hluti af áhöfninni myndi enda inni á NASA... Og mér skilst að nýi ilmurinn "Þorskur og Co" sé ekkert sérstaklega vinsæll!!!
Nema hvað... Þar sem við vorum búin að sigla fyrir Gróttu og vorum rétt að koma inn í Reykjavíkurhöfn kýldist báturinn ansi duglega upp á einni öldunni. Meira að segja svo duglega að eitthvað varð undan að láta... Og það sem lét undan var sem sagt takið mitt á bátnum... ..og hvað þýðir það?? Nú.. það þýðir náttúrlega bara eitt... ég datt í sjóinn!!!
JEBB.. í sparigallanum, með andlitið, greiðsluna í hárinu og á háu hælunum svamlaði mín um í ATLANTSHAFINU!!!!!!!! Og ég mæli eindregið með Vango hlífðarfatnaði eftir þessa reynslu!!! Baðið hefur sjálfsagt staðið yfir í ca. 1/2 mínútu og það var ekki fyrr en á síðustu sekúntunum sem undirrituð var orðin holdvot!! Enda hafði ég ekki tíma til að verða hrædd eða neitt, ég var svo furðu lostin yfir því að vera í sjónum og ekki rennandi blaut!!! EN.. stóra sundlauginn hafði betur og vatnið náði að seytla bæði ofan í stígvélin -með hælunum- og innfyrir vatnsvörnina á Vango hlífðarfatnaðinum mínum... Enda held ég að hann sé ekki gerður fyrir alveg svona mikið vatn!!!
Strákarnir voru samt eitthvað ekki sáttir við sundsprettinn og ákváðu að fiska mig upp í bátinn! Skipperinn ætlaði svo að vera mjög skynsamur og koma mér heim ASAP til að ég myndi ekki fá kvef/lungnabólgu/"eðaeitthvaðþaðanafverra". EN... þar sem mér hafði nú ekki orðið vitund kalt af volkinu harðneitaði ég að fara frá borði og yfirgefa ævintýrið alveg strax!! Það var nokkuð ljóst að NASA-ferð væri útilokuð þar sem andlitið var nú komið niður undir hné og hárið...ja.. eigum við ekki að segja að það var blautt... sem og júró-gallinn!! Þannig að næsti viðkomustaður var "heim"... og undirrituð var sko ekki alveg til í það!! Þannig að eftir að 4. áhafnarmeðlimurinn hafði verið sóttur, klæddur í hlý föt og björgunarvesti (það var búið að sanna sig í þessari ferð að það borgar sig að vera alltaf í björgunarvesti) var haldið út í Viðey og sprangað aðeins í kringum hana og svo haldið aftur inn í Reykjavíkurhöfn. Þar stökk Elvar í land... á sokkunum vel að merkja!! Þá var náttúrlega upplagt, þar sem við vorum í ágætu skjóli, fyrir suma að vippa sér úr blautu fötunum og í flotgallann sem Elvar hafði verið í!!! Þegar því var lokið og öll "gersamlega-rennandi-gegnsósa" fötin voru komin í poka var haldið af stað til baka í Sörlaskjólið. Húsmóðirin hafði frétt af sundsprettnum og tók á móti með þurr og hlý föt, handklæði og heita sturtu.... ~Takk Lilja~
Í stuttu máli sagt þá var þetta kvöld alger toppur. -Já, og allur dagurinn reyndar líka!! Og ég verð að hæla partýhöldurum fyrir júró-partýið þetta árið... Þetta er eitt besta partý sem ég hef farið í..!!!
Sko.. dagurinn byrjaði nú á því að við fórum í dagsferð. (Við erum, fyrir utan undirritaða; EMS, Marý, Netty, Lilja, Jóhannes og Lára Björt) Keyrðum á Þingvelli, Uxahryggina, Kaldadal, upp að Langjökli, niður í Húsafell, Skorradalinn, yfir Dragann og Hvalfjörðinn heim... Þetta var hin besta skemmtun enda mjög skemmtilegt fólk þarna á ferð. Þegar í bæinn kom var farþegum svissað á milli bíla og allir héldu heim í sturtu og klæddu sig í Júróvisjón-gallann. Auk þess var að sjálfsögðu sett upp andlit og í mínu tilfelli var hreinlega farið út í þær aðgerðir að greiða hárlufsurnar sem eru á hausnum á mér til að líta nú sem allra best út um kvöldið.
NÚ... Umrætt júróvisjón-partý var haldið heima hjá Lilju og Jóhannesi. Þar horfðum við á keppnina, dáðumst að því að Birgitta "okkar" Haukdal var að sjálfsögðu best... sko.. langbest og borðuðum indverskan mat "að hætti hússins". (Hér skal ekki tekið fram hvaða húss!!) Þessu var öllu skolað niður samviskusamlega með ##### veigum... Stefnan var svo sett niður á NASA þar sem Júró-gúróið sjálft ætlaði að taka lagið "London París Ro-óm"... EN...þegar umræðan var farin að snúast að verulega miklu leyti um NASA og það ferðalag sem var í vændum við það að koma sér þangað rifjaðist upp fyrir undirritaðri hugmynd sem var slegið upp fyrr um daginn!!! #Ljósapera# Jóhannes -partýhaldari- býr nefnilega svo vel að eiga bát..! Og þegar við skildumst fyrr um daginn þá benti hann á þá staðreynd að ef keppnin yrði leiðinleg... nú þá mætti bara skella sér í bátsferð í staðin!!! Og það verður nú að segjast að það kitlaði ævintýrataugarnar dálítið að vita af gúmmíbátnum uppblásnum úti í skúr!!! Þannig að um það leyti sem allir voru svona að koma sér í startholurnar til að fara á NASA rukkaði undirrituð partýhaldarann um bátsferðina!!! Og að sjálfsögðu var vel tekið í það að skella sér út á bát... ~ekki málið~... ..eehh... hefur e-n tíma verið eitthvað mál að drífa Jóhannes í eitthvað aksjón??? -Ég bara spyr sko.... Þannig að það var náð í bátinn, mótorinn, björgunarvestin og undirrituð skellti sér í hlífðarfatnaðinn!!! Nú, Elvar var að þvælast niðri við fjöruborðið þegar báturinn var sjósettur þannig að honum var að sjálfsögðu bara troðið í flotgalla og hent um borð í bátinn líka...
Svo var siglt af stað... Stefnan var sett á Reykjavíkurhöfn þar sem átti að ná í farþega úr öðru Júróvisjón-partýi... Það verður að segjast að ferðin gekk prýðilega! Við vorum að spekúlera að taka upp net sem við sáum á leiðinni en ákváðum svo að sleppa því þar sem meiningin var jú að allavega hluti af áhöfninni myndi enda inni á NASA... Og mér skilst að nýi ilmurinn "Þorskur og Co" sé ekkert sérstaklega vinsæll!!!
Nema hvað... Þar sem við vorum búin að sigla fyrir Gróttu og vorum rétt að koma inn í Reykjavíkurhöfn kýldist báturinn ansi duglega upp á einni öldunni. Meira að segja svo duglega að eitthvað varð undan að láta... Og það sem lét undan var sem sagt takið mitt á bátnum... ..og hvað þýðir það?? Nú.. það þýðir náttúrlega bara eitt... ég datt í sjóinn!!!
JEBB.. í sparigallanum, með andlitið, greiðsluna í hárinu og á háu hælunum svamlaði mín um í ATLANTSHAFINU!!!!!!!! Og ég mæli eindregið með Vango hlífðarfatnaði eftir þessa reynslu!!! Baðið hefur sjálfsagt staðið yfir í ca. 1/2 mínútu og það var ekki fyrr en á síðustu sekúntunum sem undirrituð var orðin holdvot!! Enda hafði ég ekki tíma til að verða hrædd eða neitt, ég var svo furðu lostin yfir því að vera í sjónum og ekki rennandi blaut!!! EN.. stóra sundlauginn hafði betur og vatnið náði að seytla bæði ofan í stígvélin -með hælunum- og innfyrir vatnsvörnina á Vango hlífðarfatnaðinum mínum... Enda held ég að hann sé ekki gerður fyrir alveg svona mikið vatn!!!
Strákarnir voru samt eitthvað ekki sáttir við sundsprettinn og ákváðu að fiska mig upp í bátinn! Skipperinn ætlaði svo að vera mjög skynsamur og koma mér heim ASAP til að ég myndi ekki fá kvef/lungnabólgu/"eðaeitthvaðþaðanafverra". EN... þar sem mér hafði nú ekki orðið vitund kalt af volkinu harðneitaði ég að fara frá borði og yfirgefa ævintýrið alveg strax!! Það var nokkuð ljóst að NASA-ferð væri útilokuð þar sem andlitið var nú komið niður undir hné og hárið...ja.. eigum við ekki að segja að það var blautt... sem og júró-gallinn!! Þannig að næsti viðkomustaður var "heim"... og undirrituð var sko ekki alveg til í það!! Þannig að eftir að 4. áhafnarmeðlimurinn hafði verið sóttur, klæddur í hlý föt og björgunarvesti (það var búið að sanna sig í þessari ferð að það borgar sig að vera alltaf í björgunarvesti) var haldið út í Viðey og sprangað aðeins í kringum hana og svo haldið aftur inn í Reykjavíkurhöfn. Þar stökk Elvar í land... á sokkunum vel að merkja!! Þá var náttúrlega upplagt, þar sem við vorum í ágætu skjóli, fyrir suma að vippa sér úr blautu fötunum og í flotgallann sem Elvar hafði verið í!!! Þegar því var lokið og öll "gersamlega-rennandi-gegnsósa" fötin voru komin í poka var haldið af stað til baka í Sörlaskjólið. Húsmóðirin hafði frétt af sundsprettnum og tók á móti með þurr og hlý föt, handklæði og heita sturtu.... ~Takk Lilja~
Í stuttu máli sagt þá var þetta kvöld alger toppur. -Já, og allur dagurinn reyndar líka!! Og ég verð að hæla partýhöldurum fyrir júró-partýið þetta árið... Þetta er eitt besta partý sem ég hef farið í..!!!