Einn snillingurinn í familíunni sem staddur er í Danmörku er hann bróðir minn. Drengurinn er þar við nám sem hann lýkur í vor í opinberri stjórnsýslu. Það er þó ekki það eina sem hann gerir í Danmörku!! Hann eyðir dágóðum tíma í að spila á gítar og semja vísur um náungann og ýmis málefni!! Um daginn sendi hann inn komment á einn "pistilinn" minn sem mig langar til að deila með ykkur hér...
Sko, þetta með austfirðingana - þá eru þeir annaðhvort á sjó eða í kringlunni í reykjavík flestir. Hinir sem greina frá veðrinu eru hóteleigendur eða starfsmenn hjá tjaldsvæðum. Auðvitað er ekkert að marka þetta fólk. Þegar álverið kemur og allir pólverjarnir og tyrkirnir sem munu vinna þar, þá fyrst fáum við marktækar veðurfregnir að austan.
Ég setti saman lítinn leir um málið:
Við sólarsumri Brynka bjóst
sjá sumarfugla fljúga
um veðrið er með öllu ljóst
að austfirðingar ljúga
berðu þeirra sögu sanna
um sólarríka vígi
þeir munu teljast þá til manna
sem mæra sig á lýgi
Af þessum skrifum má vera nokkuð ljóst að íslenskir námsmenn láta sig veðrið varða hér uppi á Íslandi nú sem endranær!!
Sko, þetta með austfirðingana - þá eru þeir annaðhvort á sjó eða í kringlunni í reykjavík flestir. Hinir sem greina frá veðrinu eru hóteleigendur eða starfsmenn hjá tjaldsvæðum. Auðvitað er ekkert að marka þetta fólk. Þegar álverið kemur og allir pólverjarnir og tyrkirnir sem munu vinna þar, þá fyrst fáum við marktækar veðurfregnir að austan.
Ég setti saman lítinn leir um málið:
Við sólarsumri Brynka bjóst
sjá sumarfugla fljúga
um veðrið er með öllu ljóst
að austfirðingar ljúga
berðu þeirra sögu sanna
um sólarríka vígi
þeir munu teljast þá til manna
sem mæra sig á lýgi
Af þessum skrifum má vera nokkuð ljóst að íslenskir námsmenn láta sig veðrið varða hér uppi á Íslandi nú sem endranær!!