« Home | Ég má til með að benda þeim sem lesa þessa pistla ... » | Einn snillingurinn í familíunni sem staddur er í D... » | Gleðilega páska fólkens... » | Jæja, þá er blessuð árshátíðin afstaðin og ég má t... » | Ég vil byrja þennan pistil á því að þakka þeim sem... » | Stóru börnin leika sér!!!! Ég held að það sé rétt... » | Merkileg veðráttan hérna á Íslandi! Á mánudaginn v... » | Dagurinn í dag var afskaplega góður dagur þrátt fy... » | Meistari Megas... Hefur einhver velt því fyrir sér... » | Merkilegt hvað tónlistarsmekkur manns breytist með... » 

miðvikudagur, apríl 30, 2003 

Jess!!! Ég hef ennþá gömlu góðu töfrana!! Það skal ekki bregðast... Ég setti sumardekkin undir fyrir síðustu helgi og nú kæru vinir er kominn snjór niður í byggð!!! Ég hefði kannski átt að sleppa því að setja vetrardekkin undir í haust. Þá hefði kannski komið vetur!!
En hvað sem því líður þá eru nú aðeins um 5 vikur eftir af þessu skólaári og þá tekur sumarið við með betri tíð. Þá verður líka komið að því að undirrituð flytji í höfuðstaðinn eftir 4 ára útlegð!! Ójá kæru vinir, nú er Brynkan búin að fjárfesta í íbúð, búin að undirrita kaupsamninginn og er þar með orðinn löggiltur íbúðareigandi. Það verður að segjast að það er nú notaleg tilfinning eftir allt flakkið að vera loksins á leiðinni í sitt eigið húsnæði þar sem ég get bara ráðið því hvernig ég mála, hvar ég negli alla þá nagla sem ég vil negla, bora þau göt sem þarf og ekki síst, ræð því hvenær ég flyt næst!!! Og trúið mér, það verður bið á því kæra fólk!! Á undanförnum 5 árum verð ég búin að flytja (með fyrirhuguðum flutningum) alls 9 sinnum... Það er nokkuð gott svona miðað við allt og allt!!
Spenningurinn er sem sagt farinn að grafa um sig hjá mér sem kannski sýnir sig best á því að ég er (að sjálfsögðu) búin að ákveða hvernig veggir íbúðarinnar verða á litinn, aðeins farin að koma húsgögnunum fyrir svona í kollinum... svona farin að sjá fyrir mér hvar þetta og hitt fer best inni í stofu og er að reyna að rifja upp hvort gardínurnar sem ég er með í stofunni passi þarna inn!!
Svo er náttúrlega eitt sem ekki má gleyma sem er mikið spennuefni!!! SAUMAKLÚBBARNIR... ég hef ekki komist í saumaklúbb, ef frá er talinn jólaklúbburinn sem Begga hélt um jólin, í að verða 4 ár!!!!!! Og... NEI... ég hef ekkert lært meira að sauma stúlkur.. mig þyrstir bara í slúður og allar frábæru veitingarnar sem ég veit að eru alltaf á boðstólnum!!!! Ekki nóg með það heldur get ég nú farið að halda saumaklúbb fyrir ykkur.. Það væri þá í fyrsta skiptið síðan árið 1998... sem sagt Brynkan hefur ekki haldið saumaklúbb síðan á síðustu öld!!! Er ekki kominn tími til?????

| |

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com