Ég vil byrja á því að óska sjómönnum nær og fjær til hamingju með daginn sem er á morgun 1. júní þó svo að haldið hafi verið upp á hann á vel flestum stöðum í dag 31. maí.
Hér á Ólafsfirði hófust hátíðahöld um kl. 13 með kappróðri á milli skipsáhafna og það verður að segjast að ég er voðalega fegin fyrir þeirra hönd að þeir þurfa ekki að róa mikið úti á sjó!! Þeir eru án efa flinkari við ýmislegt annað!! Svo voru kappleikir á bryggjunni og að síðustu var ~að sjálfsögðu~ koddaslagur þar sem menn gátu lagt náungakærleikann til hliðar og reynt að koma hver öðrum ofan í sjóinn... Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þessu.
Ég vil endilega benda á bloggsíðu mokksins þar sem farið hafa fram mjög skemmtilegar ritdeilur um pólitík undanfarið og, þar sem stendur einmitt yfir hagyrðingakvöld í augnablikinu!!! Þar hafa nokkrir fulltrúar dýraríkisins gert sig heimakomna og skotið á eiganda bloggsíðunnar nokkrum fyrripörtum með áskorun til eiganda bloggsins að svara. Það hefur hingað til verið með misjöfnum árangri en þó hafa ýmsir "vinveittir" aðilar veitt honum stuðning!! Mæli eindregið með þessari lesningu og að fólk setji upp brosið áður en lesning hefst!!!
Hér á Ólafsfirði hófust hátíðahöld um kl. 13 með kappróðri á milli skipsáhafna og það verður að segjast að ég er voðalega fegin fyrir þeirra hönd að þeir þurfa ekki að róa mikið úti á sjó!! Þeir eru án efa flinkari við ýmislegt annað!! Svo voru kappleikir á bryggjunni og að síðustu var ~að sjálfsögðu~ koddaslagur þar sem menn gátu lagt náungakærleikann til hliðar og reynt að koma hver öðrum ofan í sjóinn... Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þessu.
Ég vil endilega benda á bloggsíðu mokksins þar sem farið hafa fram mjög skemmtilegar ritdeilur um pólitík undanfarið og, þar sem stendur einmitt yfir hagyrðingakvöld í augnablikinu!!! Þar hafa nokkrir fulltrúar dýraríkisins gert sig heimakomna og skotið á eiganda bloggsíðunnar nokkrum fyrripörtum með áskorun til eiganda bloggsins að svara. Það hefur hingað til verið með misjöfnum árangri en þó hafa ýmsir "vinveittir" aðilar veitt honum stuðning!! Mæli eindregið með þessari lesningu og að fólk setji upp brosið áður en lesning hefst!!!