Ég fékk ábendingu um það að hér væri óþarflega langt síðan eitthvað nýtt hefði birst á síðunni og að athugasemdakerfið væri eitthvað að fyllast!! Nú það verður að segjast að síðan blásið var til hagyrðingakvölds hér á síðunni hefur hver vísan rekið aðra!! En þar sem þetta er allt saman í aths. þá ákvað ég að birta þær hér, í þeirri röð sem þær voru settar inn. Öllum athugasemdum verður þó sleppt hér þannig að fólk verður að lesa þær í aths.
Hörður byrjaði og fleygði þessum fyrriparti fram:
Brynku blessaði drottinn vor
og bróður henni færði
Brynka svaraði:
Brynku blessaði drottinn vor
og bróðir henni færði.
hann sá strax hún vær´ekkert slor
og af HENNI Hörður lærði.
og skellti þessum fram:
Í andliti mínu ertu sí og æ
endalaust litli drengur
Lilja botnaði hann á tvo vegu:
Í andliti mínu ertu sí og æ
endalaust litli drengur
þannig er það að heima á bæ
þykir það mikill fengur.
eða
Í andliti mínu ertu sí og æ
endalaust litli drengur
sitjum við hérna saman við sæ
í sjónum sífellt lengur.
Begga bætti um betur og svaraði báðum fyrripörtunum ~með blæbrigðum þó~:
Brynku blessaði drottin vor
og bróður hennar færði
Tappinn þótti töluvert slor
svo tíkin drottinn kærði
Í andliti ertu sí og æ
endalaust litli drengur
Hálslaus,ragur,óttalegt hræ
helvíti lélegur fengur
Ekki nóg með að Berglind hefði botnað fyrripartana heldur sló hún um sig og skellti fram heilum 3 fyrripörtum sem allir fjalla um nýkviknaðan áhuga hennar á giftingu hennar og Harðar... sem hefur víst staðið til í 16 ár ef marka má orð Berglindar!!!!!
Höddi,elskan hvar ertu nú?
Hér ég bíð þín og sakna
Berglingur við skjáinn sat
og skrifaði ástinni sinni
Hafðu þetta pár mitt hér
Höddalingurinn góði
Og Hörður svaraði að bragði...
Höddi,elskan hvar ertu nú?
Hér ég bíð þín og sakna
Gettu bara gamla kú
og góða farð'að vakna...
Hafðu þetta pár mitt hér
Höddalingurinn góði
víst ég þarf að svara þér
í þessu auma ljóði
Berglingur við skjáinn sat
og skrifaði ástinni sinni
Vænlegt væri Lingur mat
ef væri hún lokuð inni
Í kjölfarið á þessu voru nokkrar rit-erjur sem hægt er að lesa um inni á aths.kerfinu og Berglind krafði undirritaða um frekari kveðskap sem var að sjálfsögðu brugðist við með hraði
Hagyrðingar af herrans náð
hérna sýna listir.
og
Að vetri loknum vaknar allt
því vorið snertir alla.
Og stórskáldið ~eða öllu heldur hraðskáldið~ Berglind svaraði síðar sama kvöld....
Hagyrðingur af herrans náð
hérna sýna listir
Sprellað,hlegið, orðum sáð
snart í meir' mig þyrstir
Og...
Að vetri loknum vaknar allt
því vorið snertir alla
Konum er ei lengur kalt
Kátar far'að bralla
Þannig var nú það... þetta er svona helsti afrakstur hagyrðinga "kvöldsins" sem er búinn að vera hér í gangi... Það er ein vísa enn sem fær reyndar ekki birtingu hér!! En það er jú eingöngu gert til að fólk líti á athugasemdirnar hérna fyrir neðan og sjái hana sjálft!! En að sjálfsögðu höldum við áfram ótrauð í næstu lotu hagyrðingakvöldsins og það er kannski því rétt að enda þennan pistil með einum fyrripart og óska eftir seinniparti:
Hagyrðingar um allan heim,
hópist á síðu mína.
Hörður byrjaði og fleygði þessum fyrriparti fram:
Brynku blessaði drottinn vor
og bróður henni færði
Brynka svaraði:
Brynku blessaði drottinn vor
og bróðir henni færði.
hann sá strax hún vær´ekkert slor
og af HENNI Hörður lærði.
og skellti þessum fram:
Í andliti mínu ertu sí og æ
endalaust litli drengur
Lilja botnaði hann á tvo vegu:
Í andliti mínu ertu sí og æ
endalaust litli drengur
þannig er það að heima á bæ
þykir það mikill fengur.
eða
Í andliti mínu ertu sí og æ
endalaust litli drengur
sitjum við hérna saman við sæ
í sjónum sífellt lengur.
Begga bætti um betur og svaraði báðum fyrripörtunum ~með blæbrigðum þó~:
Brynku blessaði drottin vor
og bróður hennar færði
Tappinn þótti töluvert slor
svo tíkin drottinn kærði
Í andliti ertu sí og æ
endalaust litli drengur
Hálslaus,ragur,óttalegt hræ
helvíti lélegur fengur
Ekki nóg með að Berglind hefði botnað fyrripartana heldur sló hún um sig og skellti fram heilum 3 fyrripörtum sem allir fjalla um nýkviknaðan áhuga hennar á giftingu hennar og Harðar... sem hefur víst staðið til í 16 ár ef marka má orð Berglindar!!!!!
Höddi,elskan hvar ertu nú?
Hér ég bíð þín og sakna
Berglingur við skjáinn sat
og skrifaði ástinni sinni
Hafðu þetta pár mitt hér
Höddalingurinn góði
Og Hörður svaraði að bragði...
Höddi,elskan hvar ertu nú?
Hér ég bíð þín og sakna
Gettu bara gamla kú
og góða farð'að vakna...
Hafðu þetta pár mitt hér
Höddalingurinn góði
víst ég þarf að svara þér
í þessu auma ljóði
Berglingur við skjáinn sat
og skrifaði ástinni sinni
Vænlegt væri Lingur mat
ef væri hún lokuð inni
Í kjölfarið á þessu voru nokkrar rit-erjur sem hægt er að lesa um inni á aths.kerfinu og Berglind krafði undirritaða um frekari kveðskap sem var að sjálfsögðu brugðist við með hraði
Hagyrðingar af herrans náð
hérna sýna listir.
og
Að vetri loknum vaknar allt
því vorið snertir alla.
Og stórskáldið ~eða öllu heldur hraðskáldið~ Berglind svaraði síðar sama kvöld....
Hagyrðingur af herrans náð
hérna sýna listir
Sprellað,hlegið, orðum sáð
snart í meir' mig þyrstir
Og...
Að vetri loknum vaknar allt
því vorið snertir alla
Konum er ei lengur kalt
Kátar far'að bralla
Þannig var nú það... þetta er svona helsti afrakstur hagyrðinga "kvöldsins" sem er búinn að vera hér í gangi... Það er ein vísa enn sem fær reyndar ekki birtingu hér!! En það er jú eingöngu gert til að fólk líti á athugasemdirnar hérna fyrir neðan og sjái hana sjálft!! En að sjálfsögðu höldum við áfram ótrauð í næstu lotu hagyrðingakvöldsins og það er kannski því rétt að enda þennan pistil með einum fyrripart og óska eftir seinniparti:
Hagyrðingar um allan heim,
hópist á síðu mína.