« Home | Jahá... þá er kominn október og bara 15 dagar í tó... » | JESSSSSS...... Ég vil vekja athygli á að loksins... » | Jæja.... þá er kominn vetur. Þegar ég vaknaði í mo... » | Fyrsta blogg með titli... » | Heilir og sælir lesendur til sjávar og sveita!!! ... » | Nei en gaman... Nú getur maður sem sagt "skilgrein... » | Annars er það helst að frétta að starfstengdum fer... » | Ferðalög og aftur ferðalög... Ég biðst afsökunar á... » | frabaert.. nu fer allt sem sagt i bolvad rugl ef m... » | Jahá.. ég segi nú ekki meir! Hér hefur greinilega ... » 

mánudagur, október 13, 2003 

Ég fór í leik um helgina... Hann kallast "einstæð 3 barna móðir" leikurinn!!!
Þetta var alveg hreint ágætur leikur! Ég fékk reyndar svona "byrjanda forskot"!! Börnin sem ég fékk í hendurnar voru bæði afskaplega stillt og svo voru þau komin á þannig aldur að það var hægt að tala þau til ef eitthvað bjátaði á... Ég gat ekki betur merkt en að allir væru svona ca. lifandi þegar ég hætti í leiknum og leyfði foreldrunum að taka við!!!

Annars var síðasta vika hjá mér alveg súper ömurleg!! Ef æska landsins lagast ekki eitthvað í viðhorfum sínum til menntunnar og þeirra sem eldri eru.. þá fer íslenskt þjóðfélag beinustu leið til fjandans þegar kynslóðaskiptin verða á milli okkar kynslóðar og þeirrar sem er að stíga út úr grunnskólum í dag!!! -En hvað segir ekki máltækið.. "Batnandi mönnum er best að lifa"... hver veit.. kannski lagast þetta allt saman!

Nú fyrir þá sem enn hafa áhuga á því sem ég er að dunda mér við svona dags daglega fyrir utan vinnu þá minni ég á tónleikana með Sinfóníuhljómsveitinni á fimmtudaginn... það verður ein allsherjar rússneskuorgía!!! Ég ætla bara ekkert að reyna að lýsa því hvað ég hlakka til að fara að syngja eitthvað sem ég skil!!! Þó ekki væri nema bara titilinn á verkinu!! Eina sem ég skil í þessu verki er "O Lenin"... Hmmm.... hvað skyldi restin af textanum þýða!!! ...skemmtileg tilhugsun..

Ég vil sérstaklega þakka "þeim nafnlausa" fyrir alveg hrútleiðinlegt komment í kommentakerfinu mínu... Þetta er ekki bara lengsta heldur líka leiðinlegasta komment sem ég hef fengið hingað til!! Þess vegna ákvað ég að lesa bara einn hluta á viku!!

Best að láta þessu lokið í bili....

..og þó.. er ekki best að koma með einn fyrripart til að athuga hvort einhvert skáldið vakni til lífsins!!

Sagan dæmir með sannleika menn
sjálfir þeir dóminn kveða

| |

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com