« Home | Fyrsta blogg með titli... » | Heilir og sælir lesendur til sjávar og sveita!!! ... » | Nei en gaman... Nú getur maður sem sagt "skilgrein... » | Annars er það helst að frétta að starfstengdum fer... » | Ferðalög og aftur ferðalög... Ég biðst afsökunar á... » | frabaert.. nu fer allt sem sagt i bolvad rugl ef m... » | Jahá.. ég segi nú ekki meir! Hér hefur greinilega ... » | Ég fékk ábendingu um það að hér væri óþarflega lan... » | Ég vil byrja á því að óska sjómönnum nær og fjær t... » | Á ég að segja ykkur frá Júróvisjón-partýinu sem ég... » 

mánudagur, september 22, 2003 

Jæja.... þá er kominn vetur.
Þegar ég vaknaði í morgun uppgötvaði ég mér til mikillar furðu að nú væri kominn vetur. Ég hafði nú haft pata af þessari þróun í gærkvöldi og ákvað að vera mjög skynsöm og fór í morgun út með húfu, vettlinga og í vetrarkápunni minni... EN.. sökum þess að ég var ekki alveg tilbúin til að láta undan Vetri konungi þá setti ég ekki trefil um hálsinn. Enda varð mér kalt!! Nú, bifreiðin var ræst og við Gráni héldum af stað í vinnuna eins og lög gera ráð fyrir.. Þegar ég var búin að keyra í dálítinn tíma kom ég að stað þar sem vatn hafði runnið yfir götuna og var núna sem sagt ekki vatn heldur ís... (og já ég veit að það er bara frosið vatn....)
Þar með gafst ég upp og hef hér með viðurkennt vanmátt minn gagnvart árstíðunum... Vetur konungur vertu velkominn!

Helgin var í það heila frekar tíðindalítil. Þó hafði ég það af að fara niður í geymslu með kassa sem hafa verið að þvælast fyrir mér hérna síðustu daga. Í þeim er óskilgreint pappírsdót og annað dót sem er yfir höfuð óskilgreint... (fínna orðalag fyrir "ég hef ekki hugmynd hvað er í þeim"!!)
Í þessari ægilegu framkvæmdagleði sem er svo sem ekki æsispennandi, tókst mér að snúa á mér öklann og er núna tekin við hlutverki Beggu sem "manneskjan sem haltrar"!! Og ég frábið öllum að gera sömu mistök og ég gerði.. að bera þunga kassa ofan af 2. hæð og alla leið niður í kjallara (sem sagt 3 hæðir) á snúnum ökla... það er ekkert gaman svona ca. 6 tímum síðar...
En þetta er nú allt á uppleið og ég get huggað lesendur með því að ég býst fastlega við því að vera búin að ná upp fyrra göngulagi áður en ég gifti mig!!

Þetta var kannski svona það helsta eins og einn góðvinur minn segir stundum...

| |

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com