Vallafréttir
Það er sennilega bara best að skella hér inn nýrri færslu... svona til að láta vita hvað ber hæst þessa dagana!
Skólinn er byrjaður sem sagt á fullu! Þessa önnina á ég að skila alls 5 verkefnum. Þau eru misstór, alveg frá 30 mínútna málstofu (sem er búin) upp í 30 blaðsíðna úttekt á stefnumiðaðri stjórnun í e-u fyrirtæki! Sem er mjög spennandi sko! Vandamálið er bara að þetta eru sem sagt allt para-/hópverkefni og þið getið ímyndað ykkur hvað það gengur vel að hóa saman í alla þessa hópa því það eru jú allir að vinna í mismunandi hópum! Sérlega áhugavert!
Camilla er ægilega dugleg þessa dagana, er farin að sitja, velta sér bæði af maganum yfir á bakið og öfugt! Foreldrarnir voru orðnir úrkula vonar um að hún myndi velta sér af bakinu yfir á magann þegar hún spýtti í lófana og lét loks verða af því. Ég er voðalega fegin því að þá verð ég ekki "skömmuð" í skoðuninni á morgun! Við vorum hálf skammaðar í 5 mánaða skoðuninni vegna þess að hún var ekki farin að velta sér... (OK, smá ýkjur, ég veit... en sagan er betri þannig!!) Svo er hún agalega mikil pæja og er farin að munda sig við að komast í skriðstöðu... þannig að þess verður ekki langt að bíða þar til hún fer að skottast hér um íbúðina og rífa allt og tæta!
Annað er það nú svo sem ekki... nema hvað að niðurskurðurinn á húsmóðurinni gengur ágætlega! Ég er ekki alveg eins metnaðarfull og Marý með skjaldbökuna sína en það gengur samt!! En ég vildi bara minna þær Beggu og Hallveigu á að ég og andlitsbaðið bíðum!!!
Jæja... látum þetta nægja þar til næst!
Skólinn er byrjaður sem sagt á fullu! Þessa önnina á ég að skila alls 5 verkefnum. Þau eru misstór, alveg frá 30 mínútna málstofu (sem er búin) upp í 30 blaðsíðna úttekt á stefnumiðaðri stjórnun í e-u fyrirtæki! Sem er mjög spennandi sko! Vandamálið er bara að þetta eru sem sagt allt para-/hópverkefni og þið getið ímyndað ykkur hvað það gengur vel að hóa saman í alla þessa hópa því það eru jú allir að vinna í mismunandi hópum! Sérlega áhugavert!
Camilla er ægilega dugleg þessa dagana, er farin að sitja, velta sér bæði af maganum yfir á bakið og öfugt! Foreldrarnir voru orðnir úrkula vonar um að hún myndi velta sér af bakinu yfir á magann þegar hún spýtti í lófana og lét loks verða af því. Ég er voðalega fegin því að þá verð ég ekki "skömmuð" í skoðuninni á morgun! Við vorum hálf skammaðar í 5 mánaða skoðuninni vegna þess að hún var ekki farin að velta sér... (OK, smá ýkjur, ég veit... en sagan er betri þannig!!) Svo er hún agalega mikil pæja og er farin að munda sig við að komast í skriðstöðu... þannig að þess verður ekki langt að bíða þar til hún fer að skottast hér um íbúðina og rífa allt og tæta!
Annað er það nú svo sem ekki... nema hvað að niðurskurðurinn á húsmóðurinni gengur ágætlega! Ég er ekki alveg eins metnaðarfull og Marý með skjaldbökuna sína en það gengur samt!! En ég vildi bara minna þær Beggu og Hallveigu á að ég og andlitsbaðið bíðum!!!
Jæja... látum þetta nægja þar til næst!