laugardagur, febrúar 28, 2004 

Gymið..

Fór í frábæran tíma í dag! Hristi mig og skók í afródansi! Ég sé það samt alveg í hendi mér að ég er engan vegin í nógu góðum tengslum við Afríkubúann í mér... En það kemur nú kannski með tíð og tíma!

 

Viðbót...

Jæja.. þá er búið að bæta börnunum við tenglahrúguna hér til hliðar...

 

Tær snilld...

Ég verð bara að segja það að þessir þættir eru tær snilld.
Ég er sem sagt búin að taka eitt glápmaraþonið með Hrönn systir í kvöld. Við horfðum á Shogun í ca 7 og 1/2 klst. -Og erum ekki búnar!!! Restin verður tekin á sunnudagsmorgun...
Mæli hiklaust með því að ef fólk kemst í það þá skuli það rifja þættina upp. Richard Chamberlain er ægifagur og alveg sérdeilis áhugavert að fylgjast með vestrænum manni reyna að passa inn í japanskt samfélag um árið 1600 þar sem mannslíf eru einskis metin, líkamar fólks og kynlíf eru ekki feimnismál og ekkert er æðra en heiðurinn... Áhugavert svo ekki sé meira sagt!
Það er líka skemmtilegt að sjá hvað maður man merkilega mikið úr þáttunum!! Svona miðað við að þeir voru jú á dagskrá RÚV um árið 1985...

föstudagur, febrúar 27, 2004 

Hvílíkur dagur!!

Gærdagurinn var fullkominn í alla staði!
Ég fór ásamt Guðrúnu samkennara mínum í dagsferð út á Snæfellsnes. Það var vægast sagt dásamlegt. Þetta ferðalag er búið að standa til í allan vetur þar sem Guðrún hafði ekki komið þarna áður.
Við tókum daginn snemma og vorum lagðar af stað fyrir kl. 9 í gærmorgun. Brunuðum í Borgarnes og versluðum okkur nesti fyrir daginn áður en við héldum lengra.
Fyrsta alvöru stoppið var við Rauðamelsölkeldu þar sem vatnið bullaði af miklum móð. Samferpakona mín missti næstum andlitið þegar hún saup á vatninu... "Þetta er sódavatn!!!!"
Næsta stopp var svo aftur á Búðum þar sem við gerðum stuttan stans og skoðuðum kirkjuna. Héldum svo áfram í áttina að Arnarstapa með viðkomu í Sönghelli (kíktum þar inn og tókum að sjálfsögðu lagið). á Arnarstapa töltum við um og kíktum á allar fallegu hraunmyndanirnar sem eru í klettunum þar. Það var svo gott veður þarna að undirrituð fór úr windstopper fleecepeysunni og lét ullarbolinn nægja!!
Nú eftir að hafa kvatt Arnarstapa héldum við á Hellnar, vöfruðum þar um í örskotstund áður en haldið var á Djúpalónssand ar sem við reyndum við steinatökin, komumst að því að við erum alveg hrrrrikalega sterkar!!! Næsti klukkutíminn fór í það að leika sér í steinaleik, tína steina og njóta þess að vera til.
Frá Djúpalónssandi var meiningnin að fara út á Öndverðarnes og kíkja á klettana þar en áður en við komumst svo langt sáum við svo dásamlega freistandi fjöru að við máttum til með að stöðva bifreiðina og labba um hana. Þar sem klettarnir í kringum þá strönd voru svipaðir þeim sem eru úti á Öndverðarnesi ákváðum við að líta frekar á aðra hluta nessins.
Við tókum all ítarlegan bæjarrúnt á Hellissandi og Rifi áður en við keyrðum niður í fjöru og borðuðum nestið sem hafði verið keypt í Borgarnesi fyrr um daginn. Drukkum heitt kakó og borðuðum dýrindis brauð. Útsýnið þarna var alveg stórkostlegt, heiður himinn, spegilsléttur sjór, nokkrir bátar og öll Barðaströndin eins og hún lagði sig!!
Nú, eftir að hafa sporðrennt borgnesku kræsingunum skoðuðum við Ólafsvík og Grundarfjörð áður en við keyrðum til Stykkishólms. Þar stukkum við upp í höfðann niðri við bryggju og kiktum á þær eyjur á Breiðafirðinum sem við sáum. Svo brynntum við Grána, komum við og týndum hörpudiskskeljar áður en við héldum í áttina til Reykjavíkur. Strauið var nú ekki tekið beint þangað því að einn samkennari okkar var í sumarbústað í Skorradal og var sú búin að bjóða okkur í kvöldmat. Það var tekið að halla á síðari hluta dagsbirtunnar þegar við vorum að keyra suður Mýrarnar og birtan á himninum var mjög falleg, ljósbleik ský í sambland við ljósfjólubláan himinn!
Eftir að hafa sporðrennt kvöldmatnum hjá Brynhildi og spjallað smá var kominn tími til að koma okkur í bæinn. Þangað komum við um kl. 22:30 sælar og rjóðar eftir vægast sagt yndislegan dag.

mánudagur, febrúar 23, 2004 

Jæja...

Er ekki kominn tími til að hripa niður nokkrar línur hérna svona til að blessuð síðan fyllist ekki bara af alls kyns ónauðsynlegu drasli... Annars þarf ég að skipta um nafn á henni og kalla hana "Drasl Brynku" en ekki "Netheimur Brynku"...
Nú, það er sem sagt helst í fréttum þessa dagana að ég er við það að komast í vetrarfrí. Það er bara morgundagurinn sem fer í vinnu og svo ætla ég ekki að hugsa um skóla, ekki koma nálægt skóla og allra síst koma nálægt nemendum eða verkefnum þar til á mánudag!! Wonderful!!!
Reyndar finnst mér þetta annars kærkomna frí vera algert bull! Ég man ekki betur en að það hafi allir komist alveg ljómandi vel af án þess í heilan helling af árum... Páskafríið var þeim mun velkomnara!!
Og fyrir vikið nær skólaárið heilli viku lengra inn í sumarið... sem mér finnst ekki eins gott!!!
En.. ég ætla ekki að væla um það hér... það eru næg tækifæri inni á kennarastofu til að velta sér upp úr kjörum kennara!!! Enda spennandi tími að fara í hönd... samningar eru jú lausir þann 31. mars nk. og nú er hiti í ungum kennurum sem hreint og beint töpuðu á síðustu kjarasamningum!! -Þið munið...þessum góðu!!

En að allt öðru...
Nú er ég alveg hreint á fullu að reyna að skipuleggja aukavikuna sem ég ætla að taka mér í sumarfrí... eftir að allir hinir eru búnir að yfirgefa Ítalíu!!
Meiningin er sem sagt að taka nokkra daga í það að rölta aðeins um á Ítalíu... Búin að fá smávægilegar leiðbeiningar frá húseigandanum sem við leigjum húsið af. Hann sendi mér slóðina af nokkrum vefsíðum... en það er einn galli á gjöf Njarðar... Ég er engan vegin nógu sleip í ítölskunni til að geta nýtt mér þær!!! Sem aftur leiðir að öðru vandamáli... að ég get ekki planað það almennilega hvernig ég haga blessaðri göngunni!!!
En þetta hlýtur að reddast allt saman... Gerir það það ekki alltaf? Ég nenni í öllu falli ekki að fara að fá hækkaðan blóðþrýsting og vesen út af þessu... Ekki strax allavega!!!

 

Ég sver það..

Allt er nú til!!!
En það er nú gott að vera búin að fá þetta staðfest!!!


Hvaða frík ert þú?

this quiz by orsa

sunnudagur, febrúar 22, 2004 

Evrópukortið mitt...

...lítur svona út.create your personalized map of europe
or write about it on the open travel guide

 

Oooog aftur...

Ég elska þessi próf!!!


I am
p

Everyone loves pi

_

Hvaða númer ert þú?

this quiz by orsa

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com