föstudagur, júlí 22, 2005 

Raunir óléttu konunnar!

Jæja... ég er komin 39 vikur í dag og hef því ákveðið að skrifa vælupóst og óska hér með eftir mörgum "æi aumingja þú" kommentum í kerfið hér að neðan!

Sko.. Haldiði ekki að eftir að gleðin hafði náð hámarki yfir því að nú væri kominn fullur skriður á gólfefnalögn í íbúðinni, þá hafi mín fengið þennan líka agalega sting í hægri síðuna. Verkurinn neitaði að gefast upp og fara þannig að eftir að vera búin að kasta upp matarbirgðum dagsins, liggja í rúminu í mjög marga klukkutíma og hringja reglulega í Jón Einar til að fá hann til að vorkenna mér, var ákveðið að hringja niður á fæðingadeild. Þar á bæ vildu þær nú bara fá mig niðureftir til að kíkja hvort ekki væri allt í lagi með erfingjann og hvort mamman væri komin að því að skila honum/henni í heiminn!
Nei... ekki var ég nú svo heppin! EN... að aflokinni heilmikilu poti og ákaflega leiðinlegri hægðasögu (sem var sögð ca 4 sinnum eða svo) sögðu þær mér að það væri nokkuð ljóst að þó svo að mömmunni liði ekki vel væri erfinginn hinn sælasti þannig að ég ætti nú ekki erindi inn á fæðingadeild. Hins vegar átti ég fullt erindi inn á meðgöngudeild! Þar liggja sem sagt misveikar bumbulínur og láta tímann líða!
Þannig að við Jón Einar fórum þangað... og þar er ég sem sagt búin að vera síðan á aðfararnótt miðvikudags! -Og ég get sagt ykkur það að þessir 3 dagar hafa verið LEEEEEEEEEENGI að líða! Þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að mér var haldið fastandi í alveg heilan helling af klukkutímum! Sem er afskaplega illa gert gagnvart kasóléttri konu sem hefur ekkert annað við tímann að gera en að horfa á sjónvarpið og borða!!

En nú er ég komin heim og sé veröldina í mun léttara ljósi! -Það stendur meira að segja til að vinna meira í parket- og flísalögn um helgina á meðan ég leik mér að einu af uppáhaldsleikfanginu mínu!! Nefnilega klakavélinni á ísskápnum hans pabba míns!

þriðjudagur, júlí 19, 2005 

Vúhúúúú!!

Haldiði ekki að það sé byrjað að leggja parket í nýju íbúðinni!! Það eru því allar líkur farnar að beinast að því að við getum flutt inn svona í þann mund er erfinginn mætir á svæðið!

Þrátt fyrir að við séum ekki búin að fá formlega afhenta íbúðina þá höfum við fengið leyfi og blessun verktakans að ráðast í "gólfefnisframkvæmdir"! Þannig að nú er sem sagt búið að flota eldhúsgólfið og gera það -sem og forstofugólfið- tilbúið undir flísalögn auk þess sem búið er að parketleggja eitt herbergið og aðeins inn í stofuna. Dagurinn í dag verður svo notaður til að ljúka við að parketleggja ganginn og stofuna.
Yndislegt... dásamlegt!!!

Þið getið rétt ímyndað ykkur að undirrituð var orðin dálítið trekkt á taugum yfir því hvað verkið sóttist seint svona þessar síðustu vikur!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com