« Home | Merkilegt hvað tónlistarsmekkur manns breytist með... » | Jæja... Þá er ég loksins orðin innvígður Ólafsfirð... » | Ó hvað ég er aktívur bloggari!! Þetta er einmitt á... » | Jæja, ég er að spá í að lýsa því hér með yfir að é... » | Þegar ég vaknaði í dag var afmælisdagurinn hennar ... » | Samskipti mannanna eru skemmtilegt viðfangsefni! H... » | Nú er ég búin að finna eitt út! Það kemur ekkert n... » | Sko mig! Ég mundi hvernig átti að fara aftur hinga... » | Jahá... Svo að það er þannig sem þetta virkar! Nú ... » 

miðvikudagur, mars 26, 2003 

Meistari Megas... Hefur einhver velt því fyrir sér hvað það er mikil ábyrgð að hafa viðurnefnið "meistari"? Á einhver það skilið að bera þennan titil? Megas hefur stimplað sig það rækilega inn í þjóðarsálina að menn hafa smám saman farið að gefa honum titilinn "meistara". Hvers vegna? Er hann góð fyrirmynd fyrir æsku landsins? -Nei... Hefur hann presenterað landið okkar á erlendum vettvangi? -Nei...
Hvað er það þá sem gerir það að verkum að maður sem er búinn að eyða lífinu sínu í mis mikið sukk og er búinn að vera inn og út af meðferðarstofnunum á svo stóran sess í hjarta þjóðarinnar að hann hlýtur titilinn meistari? Það sem hann hefur gert er að sinna sínu ævistarfi vel. Hann hefur sent frá sér margan ómetanlegan kveðskap sem að íslenska þjóðin kann honum þakkir fyrir. Undirrituð engin undantekning þar á! Vegur Megasar í mínu lífi hefur heldur farið vaxandi undanfarin misseri og virðing mín fyrir honum sem bæði tónlistarmanni og ekki síst ljóða- og textahöfundi hefur aukist ár frá ári. Þegar ég fór að leggja mig meira eftir því að hlusta á Meistara Megas þá komst ég að því að það er aðeins brot af því sem hann hefur gefið út sem hefur náð vinsældum og það er eiginlega synd vegna þess að það eru svo mörg lög og textar eftir hann sem eru hreinasta snilld... Það hefði sennilega engum nema Megasi látið sér detta það í hug að svara þeim spurningum sem hann var spurður þegar hann var sæmdur Jónasarverðlaununum á degi íslenskrar tungu með eintómum slettum!! Æska landsins var "retardar allt saman, retardar" og aðspurður um þýðingu þessarar viðurkenningar fyrir hann þá svaraði hann "böns of monní"... Og þjóðin fyrirgefur Megasi þetta vegna þess að hann er meistari!!
Eitt er það sem Meistari Megas gerir betur en flestir og það er að koma frásögnum af sögulegum persónum. Hér á eftir er eitt dæmi (ég held að textinn sé réttur) þar sem hann er að tala um Skúla fógeta.

Hver man ekki eftir honum Skúla sem að skaut
skelk í bringu danskra kaupahéðna.
Ómagaþjóðin öll hún lá í eymd, volæði og þraut
og át úr jörðu rót og muru freðna.


Þið munið eftir Skúla sem að skartaði svo flott
og skrekk í brjóstum mangaranna kveikti.
Hann réðist inn í skemmurnar og rak þá alla á brott
og rétti þeirra bök sem höfðu beygt sig


Þeir sögðu að hann væri í glasi þegar hann glettur þessar vann
en guð veit vel það bítta engu kunni.
Þeir voru fullir líka ekki hóti betri en hann
en höfðu auk þess meir á samviskunni.


Spurning nokkur brennur mér í muna og ekkert grín
máske leynist einhver hér svo fróður.
Nú var þessi fógeti víst föðurnefnan þín
í vinaborg en áttu enga móður?


Endilega kynnið ykkur Meistara Megas... Það verður enginn svikinn af honum!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com