Eitt vígi enn fallið!
Mér er það lífsins ómögulegt að skilja af hverju konur virðast ekki geta sungið nema að sjáist í bert hold eða að þær séu klæddar í spandex galla sem sleikja allan líkama þeirra!
Þar sem ég hef nú ákaflega gaman af júró-sirkusnum þá horfði ég á keppnina í gærkvöldi (svona allavega með öðru á milli þess sem ungunum var komið í koju). Þar sá ég -mér til mikilla vonbrigða- að okkar ágæta Birgitta Haukdal, sem hingað til hefur sungið fullklædd sá sér ekki fært lengur að halda tón nema með því að bera magann. Ég varð eiginlega mjög spæld!
-Annars var ég bara sátt við úrslitin. Júróbandið er ljómandi fínn dúett -svona í júrósamhengi- og Öggi er fínn lagasmiður.
Þar sem ég hef nú ákaflega gaman af júró-sirkusnum þá horfði ég á keppnina í gærkvöldi (svona allavega með öðru á milli þess sem ungunum var komið í koju). Þar sá ég -mér til mikilla vonbrigða- að okkar ágæta Birgitta Haukdal, sem hingað til hefur sungið fullklædd sá sér ekki fært lengur að halda tón nema með því að bera magann. Ég varð eiginlega mjög spæld!
-Annars var ég bara sátt við úrslitin. Júróbandið er ljómandi fínn dúett -svona í júrósamhengi- og Öggi er fínn lagasmiður.