« Home | Nýr Weebl & Bob... » | Bíltúr á sunnudegi!! » | Eitthvað markvert? » | Maður snýr ekki á örlögin!!! » | Merkilegt... » | Nýtt ár... » | Ja hérna hér!!! » | Rúnturinn.. » | Ég er... » | Þetta er mitt kort!!! » 

mánudagur, febrúar 16, 2004 

Hrikalega er það svekkjandi...

Þegar maður hefur skipulagt heila helgi í að gera sem allra minnst og kemst svo að því að það var búið að fylla prógrammið hjá manni fyrir lööööngu síðan!!!
Sko... þannig var mál með vexti að ég var búin að hlakka óskaplega mikið til helgarinnar. Búin að vera á fullu í skólanum, með góðan gest hjá mér í 3 daga (mán.-mið.) sem var náttúrlega mjög gaman en tímasetningin á heimsókninni hefði mátt vera betri, fór í matarboð og myndasýningu á fimmtudeginum og svo var kennarajamm á föstudaginn sem undirrituð tók að sjálfsögðu þátt í! Þannig að ég sá alveg í hyllingum að vera bara í rólegheitunum heima hjá mér yfir helgina, kannski fara út ef veðrið byði upp á það, fara svo í mat til pater á laugardagskvöldinu og gera bara næstum það sama á sunnudeginum, nema þá var dinnerboðið heima hjá elskulegri systur minni (sem eldaði handa mér pizzu svona eins og mamma gerði!!!)
En ónei... Þar sem ég stóð -í ljósbláu ísbjarnarnáttfötunum- og var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að gera fyrst, fara í sturtu eða fá mér brunch, hringdi síminn og ég minnt á að ég átti að vera komin upp í Grafarvog á kóræfingu sem stóð yfir frá kl. 12:30-17:00. Ég stóð með símann í hendinni og horfði á drauma mína um afslappelsi og rólegheit verða að engu þegar það rann upp fyrir mér að ekki aðeins færi laugardagurinn í þetta... heldur var önnur eins æfing á sunnudeginum!!!
Vissulega geri ég mér fyllilega grein fyrir því að ég hef sjálf kallað þetta yfir mig með því að ákveða að ganga í kórinn... En vonbrigðin yfir því að sjá helgarfríið fara fyrir lítið einn tveir og þrír voru frekar mikil... þá sér í lagi þegar ég var á leiðinni á síðari kóræfinguna á sunnudeginum og veðrið var eins og á góðum vordegi... Þá hefði nú verið fínt að fá sér smá labbitúr um Heiðmörkina eða Elliðaárdalinn...

Nú að öðru.. Ég var spurð um það í hádeginu í dag hvort ég væri ekki mikil skíðamanneskja! Ég bar mig kappalega og játti því auðvitað... Þannig að á miðvikudagsmorguninn er ég á leiðinni upp í Bláfjöll á skíði með um 80 nemendum í 7. og 8. bekk og ætla að dunda mér við það fram á föstudagsmorgun!!
Þannig að nú verða tekin fram skíðin, föðurlandið og söngheftin og haft það huggulegt uppi í Bláfjöllum með krökkunum.
(Þá er bara að vona að það verði e-r snjór í fjöllunum... ég hef grun um að vegna hlýinda síðustu daga hafi ekki bætt í snjóinn þar efra!!)

já... og ekki nóg með það heldur er vetrarfrí í skólanum í næstu viku... JESSSS... gleði...bara gleði...

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com