föstudagur, mars 19, 2004 

Skorað á eigandann...

Húsmóðirin mikla í Vesturbænum sem á einmitt tvo fullltrúa hér á síðunni skoraði á mig að botna fyrripart sem hún skildi eftir hér í kommentakerfinu. Hann er sem sagt á þessa leið:

Meistarinn mikli er skrýtinn
Mikið er það rétt
Með munnsöfnuð ekki lítinn
maður hefur frétt.


Vísan er ekki alveg rétt svona bragfræðilega séð... og er óskað eftir betri botnum!!

 

Hagyrðingar

...hafa lítið haft sig í frammi síðan blásið var í ljóðalúðrana hér á síðunni... Hallveig kom þó með gott innslag sem var alveg sérdeilis ánægjulegt o",)

Ég ákvað að setja saman eina stöku um "ástandið"!!

Skorað var á vana menn
að velja orð í stöku.
Andinn mikli bíður enn,
með andtakt, ljóðavöku!!


Og svona á meðan við bíðum... þá er hér smá innlegg frá Meistara Megasi. Frekar ljótur texti reyndar..!

Það var eitt sinn út í garði
að unnustan mín og ég.
Við sátum í sól og blíðu
og það var sumar við Framnesveg

Og hún var svo ung og yndisleg
ástin mín kær.
Ég elskaði hana svo ofboðslega
að ég var gráti nær.

Ég sagði: "Ég þarf að sækja
mér sólaráburðinn minn."
Og á leiðinni upp á loftið
var' mér litið í spegilinn.

Ég fann augu Kains hvíla á mér
köld og döpur og myrk.
Ég kallaði: "Ástin komdu
veitum hvort öðru frið og styrk."

Ég sagði við hana, "vinan mín,
viltu ekki kom með mér
eitthvað út að ganga
þar sem engin til okkar sér

Við skulum leita að leiðinni
sem liggur á heimsenda.
Því heimsins ásýnd hún er ill
og heimsins náttúra."

Við héldum af stað eftir Hringbraut
það var hlýtt og glampandi sól.
Og allir búnir sínu besta skarti
í borginni sem mig ól.

Liljuhvít var höndin hennar
sem hélt ég svo þétt um.
Og útúr borginni flýttum við för
og framhjá Árbænum.

Rétt fyrir utan Reykjavík
við Rauðhóla gerðum við töf,
og hún renndi þar sjónum sínum,
hún sá þar var nýtekin gröf.

Hún fleygði sér í fang mér
ég fann hún skalf eins og strá.
"Ég óttast" sagði hún "ástin mín,
ég óttast það sem ég sá."

Hún fleygði sér felmtri slegin
í fang mitt og sagði milt.
"Ég hræðist svo að þú hafir
í hyggju að gera mér illt."

"Þú átt kollgátuna" kvað ég við,
"nú er komin þín hinsta stund,
í gröfina tarna sem gróf ég í nótt
verður gott að fá sér blund."

"Skelfdu mig ekki ástin mín
ég er of ung til að deyja strax."
Og hún sagði: "ó ekki myrða mig."
á meðan ég leitaði lags.

Ég hélt henni fastri og hnífinn ég rak
í hjartað beinustu leið
og meðan blóðið rann ofan í Rauðhóla
stóð ég raunamæddur og beið.

Ég horfði á hjartað mitt deyja
og ég hugsaði svo með mér:
"Á ég ekki að gæta minnar eigin systur,
er ekki það sem mér ber?"

Þú ert heilladísin hamingjan mín
happið sem féll mér í skaut.
Og ég lagði hana í gröfina, gerði krossmark
og gekk svo hryggur á braut.

fimmtudagur, mars 18, 2004 

Bissí bissí...bissí bí...

Nú er mikið að gera hjá minni..! Það standa fyrir dyrum tónleikar og því er boðað til aukaæfinga í gríð og erg... Við vorum að syngja um helgina, svo voru "venjulegir" æfingadagar á mánudag og miðvikudag, og svo var aukaæfing í kvöld!! Dásamleg tilfinning samt að sjá blessuð verkin smá smella saman!! Ég verð eiginlega að segja að ég var orðin ansi smeyk þarna á tímabili þegar mér fannst ekkert ganga upp hjá okkur... Það er því vægast sagt gott að vera orðin svona nokkuð viss á því að við komumst í gegnum blessaða tónleikana án þess að klúðra málunum fullkomlega!!!
Tónleikarnir sem um ræðir eru sem sagt laugardaginn 27. mars kl 17 og svo aftur þriðjudagskvöldið 30. mars kl. 20. Lesa má nánar um tónleikana hér. Þarna verða flutt 2 verk, annað þeirra hefur aldrei verið flutt á Íslandi áður!! Dixit Domine eftir Händel... Magnað verk alveg!! ELsku látið mig bara vita hvort þið viljið miða... þá skal ég annað hvort taka frá fyrir ykkur eða barasta koma þeim til ykkar sjálf.
-Það væri alveg svaaaaaakalega gaman að sjá sem flesta!!

þriðjudagur, mars 16, 2004 

Blásið til atlögu...

Þó ég ætli ekki að taka alveg undir með Ellu Maju varðandi blessuð persónuleikaprófin þá hef ég eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að þau eru kannski ekki mjög skemmtileg lesning svona til langs tíma!!!

Ég kunni ágætlega við hagyrðingaþemað þannig að ég hef ákveðið að athuga hvort ekki megi endurvekja það þema hér!!! Virkja mannskapinn sem virðist álpast hérna inn!!
Og svona til að hafa það á hreinu á öllum vígstöðvum þá er þetta eingöngu til gamans gert og allar þær "ærumeiðingar" sem hér fljúga eru eingöngu ætlaðar til skemmtunar!!! Og ég vil endilega hvetja alla til að leggja orð í belg... það gerir flóruna bara fjölbreyttari!!
Nú, og svona til að hleypa þessu svona formlega af stokkunum þá eru hér nokkrir fyrripartar sem liðið er beðið um að botna!!

Litli bróðir lagðist í
lestur skólabóka.


Begga brosir heilan hring
býðst til þess að yrkja.

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com