Stóru börnin leika sér!!!!
Ég held að það sé réttnefni á þessari helgi!
Einu sinni á ári er haldið hér bandýmót á milli fyrirtækjanna í bænum. Þessu móti var startað fyrir 4 árum síðan og hefur vegur þess og vegsemd farið óðum vaxandi á þessum árum. Nú er svo komið að fyrirtæki úr nágrannasveitafélögunum eru farin að sælast eftir þáttöku. Það var því brugðið á það ráð að bjóða einu fyrirtæki frá Dalvík að vera með þetta árið. Ástæðan fyrir því að þessu móti var startað á sínum tíma var til að auka samvinnu og móral í fyrirtækjunum.
Nú gæti maður haldið að það að blása til íþróttakeppni væri kannski ekki vænlegasta leiðin til að bæta móralinn á vinnustöðum þar sem sumir þola illa að tapa og sumir vinnustaðir hafa mikla íþróttalega yfirburði á aðra. Það gefur t.d. augaleið að starfsfólk tækjasals íþróttahússins er væntanlega meira íþróttafólk en starfsfólk elliheimilisins!! Það kemur þó ekki að sök þar sem sigur er jú ekki allt... og allra síst á þessu móti! Það er veittur bikar að mótinu loknu sem og fjöldinn allur af verðlaunum fyrir ýmislegt sem kannski kemur ekki beint íþróttinni við!! Því sjáið nú til.. bikarinn er veittur fyrir flottustu búningana og verðlaunapeningarnir eru veittir fyrir ýmislegt sem kemur bandýinu sem slíku eiginlega bara alls ekki við!!
Sem dæmi má nefna verðlaun fyrir "besta fagnið", "sárasta ósigurinn", "flottustu innkomu og kynninguna", "flottasta langskotið" (burtséð hvort það hafnar í netinu eða ekki!!) "besta stuðningsliðið" og fleira í þeim dúr. Þessi verðlaunaafhenting fer fram á "uppskeruballi" sem er haldið um kvöldið. Þar mæta sem sagt allir í sínu fínasta pússi og skemmta sér að góðu móti loknu.
Að þessu sinni voru 16 lið mætt til keppni og þar sem veitt eru verðlaun fyrir flottasta búninginn þá koma náttúrlega allir í búning!!! Sem dæmi um búninga má nefna að leikskólinn mætti sem sólblóm, elliheimilið mætti sem Mjallhvít og dvergarnir 7, starfsfólk tækjasalsins mætti sem Karíus og Baktus, búðin og netaverkstæðið mættu sem ungabörn (já...með bleyju og snuð!!!), sparisjóðurinn og pósthúsið (sparipósturinn eins og þau kölluðu sig!!) mættu sem fangar og við í sameinuðu liði Barnaskólans og Gagnfræðaskólans mættum sem dalmatíuhundar með Grimmhildi fremsta í flokki!!!
Nú, þessi múndering og "kynningaratriðið" þar sem Grimmhildur skipaði öllum hundunum að setjast, leggjast og "dauður", skaffaði okkur verðlaun fyrir bestu innkomuna og besta kynningaratriðið!! Auk þess var í okkar röðum ein sem fagnaði ákaft eftir að hafa skorað úr víti og hlaut fyrir það verðlaunin fyrir besta "fagnið"!!
Það voru ein verðlaun sem veitt voru þarna í fyrsta sinn (og það sem meira er að það var tekin ákvörðun um að veita verðlaunin á verðlaunaafhentingunni sjálfri!!!). Þannig var að einn keppandinn kom skríðandi inn gólfið í samkomuhúsinu í búningnum sínum (sem samanstóð af síldartunnu (sem einskonar skel), kúst (sem "skotti") og barka af þurrkara (sem rana)) og stóð á fjórum fótum við hlið þeirra sem sáu um að afhenta verðlaunin á meðan á afhentingunni stóð!! Þessi einstaklingur fékk verðlaun "fyrir mestu löngunina í verðlaun"!!
Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að á svona móti þurfa að vera dómarar... Og þeir eru að sjálfsögðu valdir af kostgæfni og sinna starfi sínu af mikilli alvöru!!
Þó veit ég ekki hvort að þeir fái leyfi til að starfa á alþjóðlegum vettvangi eftir þeim reglum sem gilda á bandýmótinu á Ólafsfirði!!! Þar geta menn nefnilega verið dæmdir fyrir að vera "of góðir" og fá þá hengdan á sig bakpoka sem er fylltur annað hvort með sandi eða steinum.... nú eða þá að fólk getur verið dæmt til að gera 10 armbeygjur, borða kókosbollu og drekka kók á sama tíma, hlaupa með fætur bundna í teygju og fleiri refsingar í þeim stíl...!! Einnig er mjög vænlegt til árangurs að múta dómurum fyrir keppni og voru menn hvattir til þess af mótshöldurum við verðlaunaafhentingu!! Eins var tekið fram að það mætti gjarnan kæra lið vegna atvika í keppninni en jafnframt var bent á að kærufrestur rynni út 3 vikum fyrir mót!!!!!
Þetta var hin besta skemmtun bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Það verður bara að segjast að þegar stóru börnin taka sig til og leika sér... þá er mjög gaman!!!!
Ég held að það sé réttnefni á þessari helgi!
Einu sinni á ári er haldið hér bandýmót á milli fyrirtækjanna í bænum. Þessu móti var startað fyrir 4 árum síðan og hefur vegur þess og vegsemd farið óðum vaxandi á þessum árum. Nú er svo komið að fyrirtæki úr nágrannasveitafélögunum eru farin að sælast eftir þáttöku. Það var því brugðið á það ráð að bjóða einu fyrirtæki frá Dalvík að vera með þetta árið. Ástæðan fyrir því að þessu móti var startað á sínum tíma var til að auka samvinnu og móral í fyrirtækjunum.
Nú gæti maður haldið að það að blása til íþróttakeppni væri kannski ekki vænlegasta leiðin til að bæta móralinn á vinnustöðum þar sem sumir þola illa að tapa og sumir vinnustaðir hafa mikla íþróttalega yfirburði á aðra. Það gefur t.d. augaleið að starfsfólk tækjasals íþróttahússins er væntanlega meira íþróttafólk en starfsfólk elliheimilisins!! Það kemur þó ekki að sök þar sem sigur er jú ekki allt... og allra síst á þessu móti! Það er veittur bikar að mótinu loknu sem og fjöldinn allur af verðlaunum fyrir ýmislegt sem kannski kemur ekki beint íþróttinni við!! Því sjáið nú til.. bikarinn er veittur fyrir flottustu búningana og verðlaunapeningarnir eru veittir fyrir ýmislegt sem kemur bandýinu sem slíku eiginlega bara alls ekki við!!
Sem dæmi má nefna verðlaun fyrir "besta fagnið", "sárasta ósigurinn", "flottustu innkomu og kynninguna", "flottasta langskotið" (burtséð hvort það hafnar í netinu eða ekki!!) "besta stuðningsliðið" og fleira í þeim dúr. Þessi verðlaunaafhenting fer fram á "uppskeruballi" sem er haldið um kvöldið. Þar mæta sem sagt allir í sínu fínasta pússi og skemmta sér að góðu móti loknu.
Að þessu sinni voru 16 lið mætt til keppni og þar sem veitt eru verðlaun fyrir flottasta búninginn þá koma náttúrlega allir í búning!!! Sem dæmi um búninga má nefna að leikskólinn mætti sem sólblóm, elliheimilið mætti sem Mjallhvít og dvergarnir 7, starfsfólk tækjasalsins mætti sem Karíus og Baktus, búðin og netaverkstæðið mættu sem ungabörn (já...með bleyju og snuð!!!), sparisjóðurinn og pósthúsið (sparipósturinn eins og þau kölluðu sig!!) mættu sem fangar og við í sameinuðu liði Barnaskólans og Gagnfræðaskólans mættum sem dalmatíuhundar með Grimmhildi fremsta í flokki!!!
Nú, þessi múndering og "kynningaratriðið" þar sem Grimmhildur skipaði öllum hundunum að setjast, leggjast og "dauður", skaffaði okkur verðlaun fyrir bestu innkomuna og besta kynningaratriðið!! Auk þess var í okkar röðum ein sem fagnaði ákaft eftir að hafa skorað úr víti og hlaut fyrir það verðlaunin fyrir besta "fagnið"!!
Það voru ein verðlaun sem veitt voru þarna í fyrsta sinn (og það sem meira er að það var tekin ákvörðun um að veita verðlaunin á verðlaunaafhentingunni sjálfri!!!). Þannig var að einn keppandinn kom skríðandi inn gólfið í samkomuhúsinu í búningnum sínum (sem samanstóð af síldartunnu (sem einskonar skel), kúst (sem "skotti") og barka af þurrkara (sem rana)) og stóð á fjórum fótum við hlið þeirra sem sáu um að afhenta verðlaunin á meðan á afhentingunni stóð!! Þessi einstaklingur fékk verðlaun "fyrir mestu löngunina í verðlaun"!!
Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að á svona móti þurfa að vera dómarar... Og þeir eru að sjálfsögðu valdir af kostgæfni og sinna starfi sínu af mikilli alvöru!!
Þó veit ég ekki hvort að þeir fái leyfi til að starfa á alþjóðlegum vettvangi eftir þeim reglum sem gilda á bandýmótinu á Ólafsfirði!!! Þar geta menn nefnilega verið dæmdir fyrir að vera "of góðir" og fá þá hengdan á sig bakpoka sem er fylltur annað hvort með sandi eða steinum.... nú eða þá að fólk getur verið dæmt til að gera 10 armbeygjur, borða kókosbollu og drekka kók á sama tíma, hlaupa með fætur bundna í teygju og fleiri refsingar í þeim stíl...!! Einnig er mjög vænlegt til árangurs að múta dómurum fyrir keppni og voru menn hvattir til þess af mótshöldurum við verðlaunaafhentingu!! Eins var tekið fram að það mætti gjarnan kæra lið vegna atvika í keppninni en jafnframt var bent á að kærufrestur rynni út 3 vikum fyrir mót!!!!!
Þetta var hin besta skemmtun bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Það verður bara að segjast að þegar stóru börnin taka sig til og leika sér... þá er mjög gaman!!!!