« Home | Meiri vetur » | Jólin, nýja árið og litla Camilludýrið!! » | Leiðindi dauðans... » | Mömmumont » | Ég er hætt að gera grín að Ameríkönum! » | Smá uppdate! » | Ha ha!!! » | Merkilegt! » | Menningarnótt » | Leikskólablogg » 

sunnudagur, febrúar 10, 2008 

Auður sleppti sér!

Nei.. ekki þannig sko! Enda barnið bara rétt tæplega 11 mánaða! Hún hefur sem sagt fundið hugrekkið og er farin að myndast við að labba sjálf. Reyndar dettur hún nú gríðarlega oft og sporin sem eru stigin eru bæði hikandi og ákaflega klaufaleg. En... hún er að labba sjálf og er agalega montin. Brosir svo fallega og bræðir okkur foreldrana alveg!

Annars er það helst að frétta hér að húsmóðirin fékk þá flugu í höfuðið að skipta út gardínunum í stofunni, framkvæmdi og er aaalsæl með útkomuna. Núna eru sem sagt komnar svokallaðar flekagardínur eða panelgardínur í stofuna með risastóru laufblaðamynstri. Þetta hljómar kannski ekki nógu vel en það kemur alveg hreint ljómandi vel út!

Það eru allir þreyttir hér á heimilinu í dag eftir mjög vel lukkað matarboð hér í gær. Hingað komu góðir gestir, borðuðu og sátu svo lengi yfir skemmtilegu spjalli þannig að við skriðum ekki í koju fyrr en um 3-leytið í nótt. Sem væri svo sem ekkert tiltökumál nema áðurnefnd Auður spratt -að sjálfsögðu- upp eins og gormur um 8-leytið, ákvað að nú væri komið nóg af þessu lúlleríi og kominn tími til að leika! Þegar undirtektirnar voru ákaflega veikar hjá foreldrunum þá tók hún bara til sinna ráða og kom því þannig fyrir að það varð einhver að fara framúr til að skipta um bleyjuna sem hún var með! Sniðug lítil snúllusnót þar!

En... nú sefur Auður og Camilla enn hjá afa og ömmu þannig að það er best að ég fari að skrifa aðeins í lokaritgerðinni minni... Pressan á ritgerðarskrifunum er að aukast enda ekki nema 3 vikur í fyrstu skil! Mikið hlakka ég til þegar þessari vinnu lýkur og ég get farið að hlakka til útskriftar. Þetta er nú "bara" búin að vera eins og hálfs árs fæðing á þessari ritgerð. En... sem sagt... ég er farin að skrifa um ISO 9000 gæðavottun Landsvirkjunar! Wish me luck and happiness!!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com