« Home | Dagurinn í dag var afskaplega góður dagur þrátt fy... » | Meistari Megas... Hefur einhver velt því fyrir sér... » | Merkilegt hvað tónlistarsmekkur manns breytist með... » | Jæja... Þá er ég loksins orðin innvígður Ólafsfirð... » | Ó hvað ég er aktívur bloggari!! Þetta er einmitt á... » | Jæja, ég er að spá í að lýsa því hér með yfir að é... » | Þegar ég vaknaði í dag var afmælisdagurinn hennar ... » | Samskipti mannanna eru skemmtilegt viðfangsefni! H... » | Nú er ég búin að finna eitt út! Það kemur ekkert n... » | Sko mig! Ég mundi hvernig átti að fara aftur hinga... » 

föstudagur, apríl 04, 2003 

Merkileg veðráttan hérna á Íslandi! Á mánudaginn vaknaði ég sæl og glöð (jæja þá... ég vaknaði allavega) og vann mína vinnu eins og lög gera ráð fyrir. Nú þar sem ég var búin að sætta mig við þá staðreynd að það yrði enginn vetur þetta árið og var svona við það að fyrirgefa Ólafsfirðingum snjóleysið, var ég bara nokkuð sæl með þá staðreynd að nú væri grasið bara farið að grænka og komið vor í loftið... Þannig á mánudag fór ég sem sagt í göngutúr og af því að íslensk veðrátta og ég eigum greinilega eitthvað vantalað þá fór nú að snjóa þegar ég var nýlögð af stað í minn göngutúr!! Nú, það var svo sem í lagi þar sem það var jú "bara" lok mars á mánudag!! Á miðvikudag ákvað ég svo aftur að vera bara nokkuð aktív og fór í sund þar sem það var eiginlega ekki alveg nógu vænlegt að fara í mikið fjallabrölt.... Það er ekki að spyrja að því að þann daginn hvarf allur snjórinn sem kom á mánudag! Þannig að nú hugsaði ég mér nú gott til glóðarinnar um að þetta smá uppþot sem var í veðrinu á mánudeginum væri bara búið og nú kæmi vorið fyrir alvöru!!! Ónei, ég held nú ekki... Þegar þetta er skrifað þá er kominn föstudagur alhvít jörð úti!!! Sko.. ég veit að hitastig er breytilegt frá ári til árs en það tekur nú steininn úr þegar það er ekki einu sinni snjór á Ólafsfirði!!! Komm on... Ég keypti mér t.o.m. jeppa vegna þess að mér var tjáð það að ég hlyti að vera band brjáluð að vera að flytjast á hjara veraldar... hér væri ekki minni snjór en á Suðurskautslandinu!!! (Bara aðeins hlýrra!!)
Reyndar er þessi grunur minn um "samskiptavandamálin" milli mín og íslenskrar veðráttu ekki eingöngu byggður á þessum eina vetri hérna! Ónei... ég hef 4 sinnum verið búsett úti á landi svo mánuðum skipti. Og hver landshluti hefur sína sérstöðu ekki satt?
Austurlandið er jú rómað fyrir hlý sumur og mikla veðursæld! Persónulega held ég að þetta ágæta fólk sem þar býr hljóti að vera að ljúga! Ég er búin að vera 2 sumur á austurlandinu og þau voru bæði afskaplega köld, fyrra sumarið var ég á Reyðarfirði og þá snjóaði niður í miðjar hlíðar allt sumarið og hið seinna var ég á Egilsstöðum og þá fór hitinn EINU sinni upp fyrir 10°C!!! Nú, veturinn 1999-2000 var ég búsett á Kirkjubæjarklaustri. Þegar ég forvitnaðist hjá þeim sem unnu með mér hvort ekki væri sniðug hugmynd að taka með sér gönguskíði var mér tjáð að það þýddi nú lítið þar sem snjó festi aldrei þar. Það snjóaði yfir nóttina og um hádegisbilið væri það búið að taka sig upp aftur. Nú, til að gera langa sögu stutta þá er frá því að segja að 4 sinnum mátti draga mig og minn bíl þar sem við höfðum fest okkur í skafli! Nokkra daga í röð kom ég bílnum ekki út af bílastæðinu hjá mér vegna snjóþyngsla OG ég sá ekki út um svefnherbergisgluggann minn í 3 MÁNUÐI vegna þess að það var skafl við endann á húsinu sem náði upp undir rjáfur!!! Og svo þegar ég geri tilraun til að búa á einum snjóþyngsta stað Íslands þá kemur varla snjókorn úr lofti!!! Hvað er í gangi eiginlega!!!!!

| |

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com