« Home | Fólk er spegill samfélagsins og samfélagið er speg... » | Það er draugagangur á blogginu mínu!!!! Komment... » | Hvurslags vælutónn er þetta????? Ég setti hérna... » | Jahá.. Haldiði að það sé ástand núna maður!!! Hún ... » | Jæja... nú bloggar maður bara á hverjum degi eins ... » | Jahá... nú hefur heldur skipast í raðir þeirra sem... » | Pr?fum ?etta me? titilinn aftur.... » | Mikið er ég nú aktívur bloggari!! Hér bætist almen... » | Ég fór í leik um helgina... Hann kallast "einstæð ... » | Jahá... þá er kominn október og bara 15 dagar í tó... » 

mánudagur, nóvember 03, 2003 

Jahá.. helgin sko...

Hvað á að segja um svona helgi? Hvað er hægt að segja um svona skemmtan? Og ekki síst.. hvað er hægt að segja um fallegu stúlkurnar tvær sem voru á ferðinni í miðbæ Reykjavíkur um helgina???
Þetta er náttúrlega ekkert sem hægt er að segja frá... Þetta er bara eitthvað sem hver og einn þarf að upplifa!!!

Maður þarf að upplifa andartakið þegar ofur-mega-súper fegurðardísirnar tvær gengu í salinn á Nasa... Hvernig þær liðu út á dansgólfið og eftir skamma viðdvöl þar ákváðu að snúa sér að verðugri verkefnum en að hreyfa sig þar í takt við tónlistina...
Nú var stefnan sett á barinn... Og það má segja að þar fyrst hafi gleðin og glaumurinn náð hámarki...

Við barinn voru karlmenn í löööngum röðum sem voru upplögð fórnarlömb þema kvöldsins... ***DAÐUR*** og ekkert aumingjadaður neitt.. ónei.. -Þetta var meistaradaður....

Meistaradaður felst í því að stökkva á bráðina/manninn og hampa honum.. og það líður ekki á löngu áður en að hann er farinn að borða.. þægur og hlýðinn.. úr lófa manns... Allt sem þarf til að ná því er ákveðin setning.. setning sem lætur viðkomandi líða eins og hann og aðeins hann einn sé stjarna kvöldsins!!
Þarna er leikurinn hálfnaður.. -En það þarf meira til til að 'mastera' dæmið... 'bráðin' má ekki komast of nærri... leikurinn gengur út á það að vera ósnertanleg... -Það þarf að vera svolítil kisa... mala og purra notalega...en ef strokið er of mikið eða of ákaft... stökkva þá í burtu... - vera ósnertanleg -.... Það þarf m.ö.o að vera svo spennandi og kvenleg að "kynþokkinn leki af manni"!!!!!

| |

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com