laugardagur, mars 06, 2004 

Gleði gleði...

Nú er sko gaman... nú er ég með tvö blogg í gangi þannig að nú get ég fiktað í tölvunni minni eeeeeendalaust!!

Eins og glöggir lesendur sjá er ég búin að breyta myndinni hér að ofan.. komin með þessa fínu jöklasýn yfir Geitafells- og Þórisjökul! Þannig að nú get ég breytt um þema hér á síðunni.. það er m.a. hægt að hafa svona "þekkir þú fjallið" þema!! Það gæti verið ákaflega áhugavert að sjá hver ynni þann leik!!!

Hrönn systir kom í heimsókn hérna áðan og við hetjuðumst í göngutúr um Elliðaárdalinn.. Sérlega ánægjulegt að eiga svona fallegt svæði bara hérna "við túnfótinn" hjá sér!! Það er alveg spurning um að ruslast til að fara oftar í göngutúr!!
Á leiðinni heim úr göngutúrnum þá sáum við mann úti á svölunum hjá sér sem var að þrífa grillið sitt.. Skemmtilegt að sjá svona... það minnir mann á að það fer að styttast í sumarið! Sem þýðir aftur að það styttist í Ítalíuför... JIIIIIBBBÍÍÍ...

Og talandi um sumar... Ég er öll að "sumarvæðast" þessa dagana.. fór m.a. um daginn og keypti ljós bæði að aftan og að framan á hann Bláma minn (reiðhjólið) þannig að hann er til í slaginn fyrir sumarið. (Ehemm.. ég veit ég veit... það þarf ekki ljós á sumrin... en það er nú samt betra að hafa þetta á hjólinu því það er ótrúlegt hvað íslenskir bílstjórar taka EKKERT eftir reiðhjólamönnum!!)
Nú þarf ég bara að ruslast með hann út á bensínstöð til að pumpa í dekkin á honum... Þá er okkur ekkert að vanbúnaði og getum farið að skella okkur í fjörið!!

föstudagur, mars 05, 2004 

Lítið bloggað...eða hvað?

Nú gætu sumir haldið að þar sem síðasta færsla er dagsett þann 29/2 að ég hafi gerst aumingjabloggari... En því fer fjarri!!
Síðan síðasta færslan fór inn hér á síðuna er ég hvorki meira né minna búin að búa mér til aðra bloggsíðu.. Sú er á ensku og er ætluð til þess að þeir farþegar sem ég ferðast með um landið geti nú haldið sambandi við gædinn sinn eftir heimkomuna. Það er alltaf einn og einn sem maður heldur sambandi við og í gegnum árin hefur þeim heldur fjölgað... þannig að nú man ég ekki hvað ég er búin að senda mörg bréf og hvað ég er búin að segja hinum og þessum... þannig að hún er líka hugsuð til þess að auka á pennaleti mína!!!

Oooog.... ég er líka búin að læra að setja inn myndir...
Svona í tilefni af því ætla ég að setja hérna eina mynd sem Begga sendi mér úr útskriftinni sinni af okkur Sigurborgu, Önnu Lilju og Benna.


sunnudagur, febrúar 29, 2004 

Áááááiiiiii.....

Vá.. það hlýtur ekki að vera neitt smá erfitt að vera Afríkubúi!!! Ég er gersamlega að farast úr strengjum á ólíklegustu stöðum líkamans. Þetta hlýtur að vera merki þess að ég þurfi að koma mér í betri snertingu við Afríkubúann í mér... Vinn í því næstu vikurnar!!!
Það er nú samt skemmtilegt til þess að hugsa að strengir eru yfirleitt verstir á öðrum degi eftir átök... Þetta er alveg spurning um að vakna klukkutíma fyrr á morgun en venjulega... bara svona til að vera viss um að geta mætt í vinnuna á réttum tíma!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com