« Home | Ég vil byrja þennan pistil á því að þakka þeim sem... » | Stóru börnin leika sér!!!! Ég held að það sé ré... » | Merkileg veðráttan hérna á Íslandi! Á mánudaginn v... » | Dagurinn í dag var afskaplega góður dagur þrátt fy... » | Meistari Megas... Hefur einhver velt því fyrir sér... » | Merkilegt hvað tónlistarsmekkur manns breytist með... » | Jæja... Þá er ég loksins orðin innvígður Ólafsfirð... » | Ó hvað ég er aktívur bloggari!! Þetta er einmitt á... » | Jæja, ég er að spá í að lýsa því hér með yfir að é... » | Þegar ég vaknaði í dag var afmælisdagurinn hennar ... » 

fimmtudagur, apríl 17, 2003 

Jæja, þá er blessuð árshátíðin afstaðin og ég má til með að deila því að börnin stóðu sig með stakri prýði. Það var mikið um bæði söng og dans þannig að sýningin sem krakkarnir settu upp fyrir foreldra sína og ættingja var með eindæmum glæsileg. Meira að segja 8. bekkurinn minn var búinn að læra textann sinn nægilega vel til að sýningin gengi upp!! 10. bekkur stóð sig líka með stakri prýði og atriðið þeirra small alveg og við kennarar gerðum okkur lítið fyrir og slógum í gegn með glæsilegri túlkun á laginu Summer nights úr Grease!!

EN...

Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndisfagra borg!!

Það verður að segjast að það er gott að vera í höfuðborginni!! Hér gerist svo margt.. Síðan ég kom er ég búin að kaupa mér gríðarlega flott hjól og fara í heillangan hjólatúr bæði ein með sjálfri mér og í mjög góðum félagskap, fara í leikhús með heilum hóp af frábæru fólki, eyða tíma með ættingjum mínum og skrifa undir ráðningarsamning fyrir næsta vetur við Garðaskóla. Þannig að þetta er svo sannarlega búin að vera góð ferð!! OG...í dag er bara miðvikudagur og ég fer ekki heim fyrr en á mánudag!! Þannig að góðir hálsar það eru margir dagar enn í boði fyrir góða hluti!!

| |

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com