« Home | Eitt vígi enn fallið! » | Cheerios - a friend or foe? » | Langamma er kona! » | Auður sleppti sér! » | Meiri vetur » | Jólin, nýja árið og litla Camilludýrið!! » | Leiðindi dauðans... » | Mömmumont » | Ég er hætt að gera grín að Ameríkönum! » | Smá uppdate! » 

miðvikudagur, febrúar 27, 2008 

Hver kannast ekki við...

Hvað eru margir sem fengu svona imbahroll niður undir tær við að lesa fyrirsögnina hér að ofan?
Ég fæ í öllu falli meira en bara nettan hroll þegar hann byrjar blessaður maðurinn á vörutorgi. Hann er eini maðurinn sem:
-er ekki með vöðva heldur VÖVÐA í líkamanum!
-finnst Halldór Daðason vera líkamsræktarFRÖMUÐUR!
-er búinn að BÍÐA eftir því að hægt sé að búa til ALVÖRU "kandíflos" hérna heima!
-ætlar að vera ÁBERANDI í grillveislunum í sumar með hnífasettið sitt!
-þarf að taka það fram að hann geti æft sig INNI í HVERNIG VEÐRI SEM ER!
-borðar grenningartvennuna eftir að hafa æft sig með X-co handlóðunum sem eru með GAGNVERKANDI ÁTAK á ÞRÍVÍDDARVÖÐVANA! (-eða ætli það séu líka vövðar?)
-finnst súkkulaðigosbrunnur vera AÐAL málið í veislum!
-á brauðkassa sem má nota HVAR SEM ER eins og til dæmis í HESTHÚSINU!

Er það bara ég eða er maðurinn ekki alveg í tengslum við raunveruleikann? Bara svona fyrir forvitnissakir þá langar mig til að spyrja ykkur lesendur góðir hvort það hafi háð ykkur að fá ekki alvöru kandíflos (versus þá gerfi kandíflos) í öllum veislum sem þið farið í? Hefur veðrið haft þau áhrif að þið veigrið ykkur við að hendast í ræktina -inni vel að merkja? Svo bara verð ég að fá að vita hvort það er einhver þarna úti sem hefur tvívíddarvöðva??? Ef svo er, viltu í Guðanna bænum fara til bæklunarlæknis, það er ekki eðlilegt að vera í tvívídd! Mikki mús er meira að segja kominn í þrívídd!!
Já...og vill einhver að ég komi í grillveisluna þeirra í sumar og verði áberandi með hnífasett?

Svo að við minnumst nú ekki ógrátandi á hinn útlifaða FRITZ-í-sófanum með henni Bylgju sem á alla ballkjólana! Er fjöldi ballkjóla svo fyrirferðamikill í ykkar lífi að það sé vandamál?


Lifið heil...
Brynkus -sem er núna líka komin í frí þar til eftir skil á lokaritgerð!!!

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com